« LILLE!!! | Main | West Ham 1 - Man Utd 0 »

desember 15, 2006

West Ham v Man Utd

Á sunnudaginn förum við á Boleyn Ground (Upton Park) og mætum þar bankamógúlnum Björgólfi og kexkökukallinum Eggerti og þeirra fylgisveinnum. West Ham er í dag höfuðlaus her sem hafa verið rassskelltir af hverju liðinu á fætur öðru. Fyrirliðinn Nigel Reo Coker er hataður af stuðningsmönnum félagsins sem kenna honum öðrum framar um brottrekstur Alan Pardew. Sóknarmenn liðsins hafa varla potað inn marki á tímabilinu og þeirra hættulegasti sóknarmaður(Dean Ashton) hefur verið meiddur megnið af tímabilinu. Þeir sitja í fallsæti og þrátt fyrir innkomu Íslendinganna breyttist ekkert í leik þeirra og tími var kominn á breytingar nú í vikunni.

Öll þessi upptalning er eingöngu hugsuð sem aðvörun til okkar manna. United hefur sýnt það að þegar kemur að leikjum gegn liðum sem á pappírnum við eigum að vinna þá hefur liðið hikstað alvarlega. Það nægir að benda á meistaradeildartapleikina tvo þessu til staðfestingar. West Ham kemur til leiks eins og sært ljón. Leikmenn sem gera sér grein fyrir stöðu sinni munu berjast upp á líf og dauða til þess að sanna sig fyrir nýja stjóranum. Þetta er versti tíminn til að hitta þetta lið fyrir.

Ekki er allt svart í forgrunni leiksins, eini maðurinn sem eftir er á meiðslalista er Patrice Evra og hann er væntanlegur aftur um jólin. Park, Solskjær og Smith eru allir að verða leikfærir og er það vel.

Sannast sagna er ég nú samt bjartsýnn á að eftir þessa helgi verði forskotið á Chelsea aukið. Chelsea á erfiða heimsókn á Goodison Park og hitta þar fyrir Everton lið sem er að ná sér af meiðslum. Osman, Phil Neville og Arteta eru að ná sér af meiðslum og munar um minna.


Mögulegt byrjunarlið fyrir sunnudaginn er:
Mark: Van der Sar
Vörn: Neville Ferdinand Vidic Heinze
Miðja: Ronaldo Carrick Scholes Giggs
Sókn: Saha Rooney


Leikfær hópur: Van der Sar, Kuszczak, Neville, Brown, Ferdinand, Vidic, Silvestre, Heinze, Ronaldo, Fletcher, O'Shea, Scholes, Carrick, Giggs, Park, Richardson, Rooney, Smith, Solskjær og Saha.

Posted by Bragi at 15.12.06 14:23

Comments

Post a comment
Remember Me?

(you may use HTML tags for style)