Main | LILLE!!! »

desember 11, 2006

Manchester City 1 - Manchester United 3

Betra liðið vinnur nágrannaslagi. Þetta hef ég haft fyrir möntru í hvert sinn sem United spilar við þá ljósbláu. Ekki fór neitt sérlega vel í fyrra, töpuðum illa, en í gegnum tíðina þá hafa United menn haft gott tak á nágrönnum sínum og laugardagurinn var þar engin undantekning.

United spilaði í meistaradeildinni í vikunni gegn Benfica og sigraði þar örugglega 3-1. Eina markverða breytingin frá Benfica leiknum var sú að Heinze var settur aftur í vinstri bakvörðinn í stað Patrice Evra. Evra meiddist lítillega í þeim leik og er frá í nokkra daga. Leikurinn byrjaði býsna fjörlega og var komið mark áður en ég náði að koma mér fyrir á Glaumbar. Ronaldo hafði þá gefið fyrir og Rooney kláraði af mikilli yfirvegun.

Í stuttu máli þá var fyrri hálfleikurinn undarleg skemmtun. City liðið virtist ekki vera með hugann við efnið og ef okkar menn hefðu sýnt meiri einbeitingu þá hefðum við getað séð tölur á borð við 5,6-0 í hálfleik. Saha bætti hins vegar við öðru marki United rétt fyrir hálfleik, klárunin var svo kraftaleg að markvörður City manna, Nicky Weaver þurfti að fara af leikvelli í hálfleik. Inn á kom Andreas Isaksson og kom hann talsvert við sögu í leiknum. Átti nokkrar þrusumarkvörslur og þar af eina frá Rooney sem af tveggja metra færi.

Gamalt skotmark Fergusons, Hatem Trabelsi skaut City mönnum aftur inní leikinn þegar United hefði átt að vera löngu búnir að gera út um hann. Það gerði hann reyndar á stórglæsilegan hátt með langskoti frá hægri kanti í nærhornið, sláin inn. Góður VD Saar í markinu átti ekki möguleika.

United vaknaði við þetta og Ronaldo kláraði leikinn sex mínútum fyrir leikslok.

Leikskýrslan væri að sjálfsögðu ekki fullkomin án þess að minnast á rauða spjaldið sem Bernardo Corradi fékk fyrir annað gula spjaldið sitt í leiknum. Það fékk hann fyrir augljósasta leikaraskap sem sést hefur í langan tíma. Psycho hét því eftir leikinn að skamma drenginn fyrir svona framkomu. Gaman að sjá City aðdáendur sneypta þegar grunnurinn að söngvum þeirra á laugardaginn snérust um dýfingar Ronaldo.

Góður sigur á "erkifjendunum" í City. Ég veit það nú samt ekki, erkifjendastimpillinn dofnar þegar munurinn er þetta mikill á getu liðanna. Ætli Liverpool og Chelsea séu ekki okkar mestu erkifjendur í dag.

Posted by Bragi at 11.12.06 02:50

Comments

Post a comment
Remember Me?

(you may use HTML tags for style)