nóvember 28, 2008

Á ég að borga eða fæ ég borgað?

Að undanförnu hefur mér liðið talsvert eins og Þorsteini í þessu myndbandi:

Bragi reit 03:22 EH | Comments (4)

nóvember 22, 2008

Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu

Ég hef hugsað vel og lengi um ástandið og komist að nokkrum niðurstöðum.

1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er tilbúin til þess að fórna vinsældum Samfylkingarinnar til þess að ástandið hérna fari ekki í enn meiri vitleysu. Stjórnarslit núna myndi leiða til afskaplega alvarlegra hluta. Þeir sem krefjast slíks eru annaðhvort örvæntingarfullir vegna persónulegra ástæðna eða í einhvers konar upphafningarstarfsemi á sjálfum sér og sínum skoðunum. Slíkt er gott og vel á velsældartímum en núna er ekki tíminn til þess að slíta þingi. Ef Ingibjörg Sólrún segist vilja flýta kosningum þá þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn myndi slíta stjórn og líklegast reyna að komast í stjórn með Framsókn eða VG og ekki myndi ég né nokkur heilvita maður vilja sjá það gerast. Trúiði mér, Framsókn myndi stökkva á það tækifæri að stjórna í ástandi eins og nú er uppi. Það myndi þýða að engar yrðu kosningarnar og það er staðan sem Ingibjörg situr uppi með.

2. Mótmælin sem fara fram núna hvern laugardag eru góð og blessuð, þar fær fólk tækifæri á að sýna reiði sýna og meiningar, en í guðanna bænum, allar hótanir um byltingu á Íslandi eru barnarlegar í besta falli, hættulegar lífi og limum manna í versta falli. Það er nefnilega stór meirihluti fólks hér á landi sem er ekki sammála slíkum aðferðum og þeir sem hvetja til slíks, gengisfella sjálfa sig og þá sem í kringum þá standa.

3. Lýðræði er nauðsyn. En þvingað lýðræði er það ekki. Í raun er um form kúgunar að ræða. Ég hef enn ekki séð merki um að meirihluti landsmanna vilji slíta þingi í dag. Fleiri fullorðnir einstaklingar taka þátt í gleðigöngu samkynhneigðra á haustin en samanlagt á þessum mótmælum til þessa.

4. Þeir alvarlegu hlutir sem ég vísa í, í fyrstu málsgrein væru að við stjórnarslit myndi skapast enn meiri óvissa en nú þegar er uppi um bæði ríkisfjármál og hag almennings. Engar bindandi ákvarðanir myndu verða teknar á þeim tveim mánuðum sem líða myndi fram að næstu stjórnarmyndun. Slík eru skilin á Alþingi að engin minnhlutastjórn myndi haldast þar sem hlutleysi annarra flokka er í besta falli ólíklegt í versta falli sviksamlegt.

5. Ingibjörg er búin að gagnrýna Davíð Oddsson opinberlega og les ég í það sem að hún hefur nú þegar lagt fram þá kröfu að hann víki. Ég tel að Geir H. Haarde sé nú að finna leið til losa sig við Davíð án þess að kljúfa flokkinn. Ef ég les rétt í spilin þá er um einhver tímamörk að ræða og búið verður að skipta Seðlabankastjórunum öllum út áður en IMF láninu verður ráðstafað.

6. Ég tel að almenningur sé að beina reiði sinni að röngum aðilum. Misbeiting laga, brask og siðlausar viðskiptaákvarðanir sem stefna heilindum og framtíð heillar þjóðar í hættu er refsivert í mínum huga. Ábyrgðin er þeirra manna sem keyrðu landið í þrot, þeirra er að taka sinni ábyrgð af karlmennsku en ekki að hlaupast á brott, slíkt er aumingjaskapur.

Meira síðar.

Bragi reit 07:49 EH | Comments (3)