okt. 10, 2008

Kreppumatur

Þá sitjum við öll í súpunni. Hér er skollin á kreppa sem enginn hefði getað spáð fyrir um. Gengið er orðið þannig að allar boltaferðir sem eiginmenn þessa lands munu ekki verða lengri en á næsta pöbb. Jólagjafir þessa árs verða kannski hlýlegt bros og fallegt handmálað kort eða mynd af fjölskyldumeðlimum. Fólk á eftir að ganga í vinnuna eða taka strætó(guð forði okkur frá því). Jafnvel hjóla. Gamla góða kjötsúpan, vellingurinn og slátrið verður að hversdagsmat landans á ný. Eða verður þetta kreppa núðlusúpunnar og pastaréttanna eða jafnvel heimabökuðu pizzanna?

Fyrir utan að hafa áhyggjur af fjármálum heimilisins og hvernig ég muni getað borgað af þeim skuldbindingum sem ég hef gengist við, þá er ég aðallega búinn að vera að hugsa um kreppumat og hvernig ég get hagrætt matarinnkaupum mínum í samræmi við samdrátt í veskinu mínu.

Ég hef á undanförnum árum komist að nokkrum sannleik um matvælaverslanir á Íslandi. T.d. er hér engin lágvöruverðsverslun. Hér eru eingöngu verslanir sem selja sama hlutinn, eini munurinn er að í sumum er hann nálægt því að vera útrunninn, í hinum ekki. Þú borgar sem sagt aðeins lægra verð fyrir að borða næstum skemmdan mat. Hér þurfa að koma alvöru lágvöruverðsverslanir þannig að Íslendingar geti verslað á alvöru ódýran máta líkt og aðrar þjóðir í kreppunni. Krónan og Bónus eru ekki alvöru lágvöruverðsverslanir. Í rauninni gera þær grín að hugtakinu, með því að selja okkur merkjavöru á tíu til tuttuguprósent afslætti frá dýrari verslununum sem, ótrúlegt en satt, eru í eigu sömu aðila þannig að viðmiðunarverðið verður alltaf sett af sama aðilanum. Þegar ég segi merkjavöru þá meina ég að þið getið fundið sama Cheeriosið, sama Homeblestið, sama Fructis sjampóið í öllum þessum verslunum. Það eina sem ég hef séð frá þessum verslunum sem er eitthvað í takt við hvað lágvöruverslanir annars staðar í heiminum gera er að gera samning við Euroshopper og selja frá því merki nokkur vörunúmer.

Í lágvöruverðsverslun eru ekki til nein merki, það er varla til Coca Cola. Það ætti með réttu að heita Bónus kóla. Þetta á að vera valkostur fyrir hina efnaminni en ekki gildra eða blekking fyrir þá.

Hluti ætti að fá ódyrari með því að kaupa þá í miklu magni í stað þess að kaupa í stykkjatali. Þannig gætu jafnvel stórfjölskyldur farið saman í búðina á laugardagsmorgnum og klárað vikuinnkaupin saman og komist ódýrara frá þeim.

Ég geri mér grein fyrir því að í svona búð er ekki hægt að vera með alla þá ferskvöru sem hægt er að fá. En ég hef bara eftir hollenskum grænmetisræktanda sem sagði þetta um grænmetið sem flutt er inn til í Íslands. "Það er annaðhvort að fljúga þessu til Íslands eða í svínafóður. Fólkið hér lítur ekki við þessu.".

Háttvirtur Bragi reit 02.10.08 16:00
Háttvirtir rituðu:

Hi!czaj! http://lsvqpjhf.com hqtjc ihaie http://bnsbrdza.com uhlra vbfic http://yzlfhydf.com ckfie iigru http://qflkciix.com kbbch sfcsc http://safpqgye.com xhcvk prdse

Athugasemd eftir Kazelzcp reit 26.02.09 21:37

Hi! ebdfg sjqrp pgeni ulimh pmgij xssve lgcjz lfibk nzump bddua

Athugasemd eftir Kazelenx reit 26.02.09 21:39

eDz48P sxppzmyrruqc, [url=http://mzohxuovayab.com/]mzohxuovayab[/url], [link=http://wmrnerhvswsd.com/]wmrnerhvswsd[/link], http://fmsjnyhupxes.com/

Athugasemd eftir zovntkj reit 12.05.09 14:31
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003