september 03, 2008

Breytingar

Við breyttum íbúðinni okkar í sumar. Alveg. Ekkert er eins. Búinn að vera talsvert upptekinn og þreyttur. Finnst það samt æðislegt. Eða eitthvað annað lýsingarorð sem færir manni gleði... eða fullnægju... á ókynferðislegan máta. Annars þá ákvað ég að skrifa loksins færslu á síðuna til þess að óska Bigga og Ýrr til hamingju með giftinguna sína. Biggi hefur verið mér einn af mínum bestu vinum í fjöldamörg ár. Hann er einn af þessum mönnum sem ég get ekki annað en óskað alls hins besta í heiminum. Ég held reyndar að hann sé einmitt búinn að finna það, yndilega, elskandi, ófríska eiginkonu og lítinn strák. Ýrr og Biggi, ég óska ykkur alls hins besta og lofa að ég muni aldrei aftur skrifa svona væmna færslu. Bara varð.

Bragi reit 08:51 EH | Comments (0)