apr. 04, 2008

Svefnlausir dagar framundan.

Kristjana byrjar að vinna núna í vikunni. Nánar tiltekið þann tíunda. Ég hlakka ekki mikið til þar sem skiptingin á milli okkar hefur verið sú að ég fæ að sofa til a.m.k. sjö hálf átta á morgnana áður en ég mæti til vinnu. Nú er sá draumur úti.

Annars er það af okkur að frétta að leigjandinn okkar er farinn til Venesúela og nýr leigjandi er á leiðinni. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að fá nýtt blóð í húsið.

Þorri fór í tíu mánaða skoðun í dag og mældist tíu og hálft kíló og sjötíu og sjö og hálfur sentimetri.

Ég þurfti að útskýra fyrir hópi unglinga hvað þetta senti og milli þýddi í lengdareiningum. Fyrir ykkur sem ekki vita það þá merkir sent eða cent, hundrað og milli eða mille þúsund. Útleggst þá sentimetri sem einn hundraðasti úr metra og millimetri sem einn þúsundasti úr metra. Þetta eins og margt annað úr okkar menningu er upprunnið úr latínu. Munið það einfaldlega næst þegar þið sjáið ártal í lok sjónvarpsþátta. MCM stendur þá fyrir þúsund og hundrað dregið af þúsundi sem verður þá 1900.

Þetta segir sig kannski sjálft en alltaf er gott að skerpa á þekkingunni. Ef ég fer rangt með þá biðst ég afsökunar og vona að viðkomandi besservisser athugasemdist.

Háttvirtur Bragi reit 08.04.08 09:37
Háttvirtir rituðu:

Fyrir hvaða ungmennum þurftirðu að útskýra þennan mun kæri bróðir?
Ég biðst forláts en er þetta ekki eitthvað sem maður lærir ungur að aldri í grunnskóla tja ekki get ég munað annað en að hafa eitt dágóðum tíma í einhverja töflu með öllum þessum mælieiningum.

Athugasemd eftir SigrúnSkafta reit 13.05.08 03:11
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003