apríl 08, 2008

Svefnlausir dagar framundan.

Kristjana byrjar að vinna núna í vikunni. Nánar tiltekið þann tíunda. Ég hlakka ekki mikið til þar sem skiptingin á milli okkar hefur verið sú að ég fæ að sofa til a.m.k. sjö hálf átta á morgnana áður en ég mæti til vinnu. Nú er sá draumur úti.

Annars er það af okkur að frétta að leigjandinn okkar er farinn til Venesúela og nýr leigjandi er á leiðinni. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að fá nýtt blóð í húsið.

Þorri fór í tíu mánaða skoðun í dag og mældist tíu og hálft kíló og sjötíu og sjö og hálfur sentimetri.

Ég þurfti að útskýra fyrir hópi unglinga hvað þetta senti og milli þýddi í lengdareiningum. Fyrir ykkur sem ekki vita það þá merkir sent eða cent, hundrað og milli eða mille þúsund. Útleggst þá sentimetri sem einn hundraðasti úr metra og millimetri sem einn þúsundasti úr metra. Þetta eins og margt annað úr okkar menningu er upprunnið úr latínu. Munið það einfaldlega næst þegar þið sjáið ártal í lok sjónvarpsþátta. MCM stendur þá fyrir þúsund og hundrað dregið af þúsundi sem verður þá 1900.

Þetta segir sig kannski sjálft en alltaf er gott að skerpa á þekkingunni. Ef ég fer rangt með þá biðst ég afsökunar og vona að viðkomandi besservisser athugasemdist.

Bragi reit 09:37 FH | Comments (1)

apríl 01, 2008

Vestfjarðaferð

Þorri Bragason kíkti heim úr tíu daga leiðangri til vestfjarða þar sem hann stóð í ströngu við snjóþoturallý og almennan krúttskap á meðan foreldrar hans stóðu í ströngu. Annað þeirra eyddi óhóflegum tíma á Ísafirði við fundahöld á meðan hitt var innilokað í snjóskafli sem umlykur bústaðinn okkar þessa stundina.

Við lentum í ýmsu yfir páskana. Hæst ber að nefna þegar við urðum vitni að dýfingum með frjálsri aðferð hjá fjórum hraustum ungmennum á Ford pick-up ofan í pollinn á Ísafirði. Sem betur fer komust allir upp úr lauginni lifandi en ansi margir brostu út í annað þegar bíllinn var á endanum dreginn upp úr og nokkrar bjórdósir hrundu úr bílnum. Veit ekki hvað...

Það var ansi mikið af skemmtilegu fólki fyrir vestan og helst ber að nefna hressa bandið Hraun! sem bar af í glæsileik. Við kíktum á tónleika með strákunum í Edinborg á Skírdag. Nokkuð hresst.

Bessa frænka kom með frábæra hugmynd um hvað mætti gera til að hressa upp á atvinnulífið á Flateyri. Henda bara íbúunum í burtu og gera þorpið að einu kvikmyndaveri. Hlýtur að vera markaður fyrir þetta. Skilur alla vegana ekki eftir sig olíubrák á stærð við Texas...

Útsýnið var fullkomið í tvo daga. Það var skafrenningur hina dagana.

Heimferðin var svo löng og leiðinleg. Skafrenningur frá Ísafirði og niður Hrútafjörð. Ófært yfir Hestkleif þannig að við þurftum að fara Reykjanesið hvers vegir voru hrikalega slæmir. 7 1/2 tími í heimferð án teljanlegra stoppa.

Hægt er að sjá myndir hér.

Bragi reit 03:17 EH | Comments (5)