mar. 03, 2008

Stend mig vel

Ég er að standa mig vel í þeirri viðleitni að breyta um lífsstíl og grennast í leiðinni. Ég hóf þetta púl mitt fyrir tíu dögum og hef misst 3-4 kíló síðan þá. Ég býst nú reyndar við að mikið af þeim kílóum sé vökvatap þar sem ég fæ mun minna salt úr matnum í dag en ég gerði fyrir átak. Hreyfing hefur verið mikil og góð og áfengisbindindið er ekki að valda mér neinum vandræðum. Það er helst að þörfin eftir góðri súkkulaðiköku og mjólkurglasi standi mér fyrir þrifum. Nú er ég sem sagt kominn í 85 kíló og hana nú! Stefni á það að komast undir 80 í lok maí.

Háttvirtur Bragi reit 11.03.08 17:48
Háttvirtir rituðu:

Mikið er ég fegin... þá getur maður farið að líta þig augum aftur!!! ;)

Maður býður þér þá bara upp á grænmeti næst þegar þú kemur í heimsókn!

Bið að heilsa -væri gaman að sjá ykkur við færitæki.

Athugasemd eftir Benglind reit 18.03.08 22:09
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003