mars 11, 2008

Stend mig vel

Ég er að standa mig vel í þeirri viðleitni að breyta um lífsstíl og grennast í leiðinni. Ég hóf þetta púl mitt fyrir tíu dögum og hef misst 3-4 kíló síðan þá. Ég býst nú reyndar við að mikið af þeim kílóum sé vökvatap þar sem ég fæ mun minna salt úr matnum í dag en ég gerði fyrir átak. Hreyfing hefur verið mikil og góð og áfengisbindindið er ekki að valda mér neinum vandræðum. Það er helst að þörfin eftir góðri súkkulaðiköku og mjólkurglasi standi mér fyrir þrifum. Nú er ég sem sagt kominn í 85 kíló og hana nú! Stefni á það að komast undir 80 í lok maí.

Bragi reit 05:48 EH | Comments (1)

mars 04, 2008

Helvítis heilsuræktarátak

Nú verður tekið á! Ég lofaði sjálfum mér á laugardaginn síðasta að fyrir þrítugsafmælið myndi ég koma mér í gott form. Semsagt, vigtin á að fara undir áttatíu kíló. einfalt og eðlilegt markmið. Nema hvað, þetta er talsvert verðugt markmið þar sem ég er í dag rétt um 88 kíló. Þetta er þvísemnæst kíló á viku. Hvernig ég ætla að fara að því er einfalt.

Ekkert áfengi.
Ekkert gos.
Engar kartöflur.
Ekkert pasta eða núðlur.
Ekkert brauð eða það minnsta sem ég kemst upp með.
Engin hrísgrjón.
Enginn sykur.
Engar fitandi sósur.
Ekkert rautt kjöt nema á laugardögum.
Hreyfing í það minnsta fimm sinnum í viku.

Djöfull er maður klikkaður.

Bragi reit 10:49 FH | Comments (4)