mar. 03, 2008

Helvítis heilsuræktarátak

Nú verður tekið á! Ég lofaði sjálfum mér á laugardaginn síðasta að fyrir þrítugsafmælið myndi ég koma mér í gott form. Semsagt, vigtin á að fara undir áttatíu kíló. einfalt og eðlilegt markmið. Nema hvað, þetta er talsvert verðugt markmið þar sem ég er í dag rétt um 88 kíló. Þetta er þvísemnæst kíló á viku. Hvernig ég ætla að fara að því er einfalt.

Ekkert áfengi.
Ekkert gos.
Engar kartöflur.
Ekkert pasta eða núðlur.
Ekkert brauð eða það minnsta sem ég kemst upp með.
Engin hrísgrjón.
Enginn sykur.
Engar fitandi sósur.
Ekkert rautt kjöt nema á laugardögum.
Hreyfing í það minnsta fimm sinnum í viku.

Djöfull er maður klikkaður.

Háttvirtur Bragi reit 04.03.08 10:49
Háttvirtir rituðu:

Það sem ég hugsaði þegar ég las niður listann:

"Ekki fræðilegur"

Athugasemd eftir Halli reit 04.03.08 15:27

Halda svona commentum áfram ... sjáðu til, ég er að vestan. Þrjóskur eins og andskotinn.

Athugasemd eftir Bragi reit 04.03.08 16:04

Bjartsýni borgar sig stundum!
Ég styð þig heilshugar í þessu! Ég hef trú á þér!

Athugasemd eftir Sólveig reit 08.03.08 12:40

tNGpRf keopjzaxgjvi, [url=http://vxiwzcxghvhb.com/]vxiwzcxghvhb[/url], [link=http://yrethsgoumdv.com/]yrethsgoumdv[/link], http://mqpverifjrue.com/

Athugasemd eftir jtveioalf reit 12.05.09 14:53
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003