febrúar 24, 2008

Hvers á ég að gjalda!

Helvítis Eurovision er enn einu sinni á afmælisdaginn minn. 23. maí. Ég verð þrítugur í vor og neyðist greinilega til að halda enn eitt Eurovision partýið. Ég ætla samt að gera þetta stærra en nokkurn tíma fyrr. Leigja sal og vera með freyðandi veigar. Spurning um hvaða staður er nógu stór fyrir þrítugsafmæliseurovsionpartýBraga?

Bragi reit 07:23 EH | Comments (2)

febrúar 18, 2008

Einu sinni var

Ég var að enda við að sjá auglýsingu í Sjónvarpinu að þættirnir Einu sinni var verða eindursýndir á laugardagsmorgnum klukkan 10. Ég er það mikið barn inní mér að ég gladdist heilmikið við þessar fréttir. Þetta eru að mínu mati bestu baranaþættir sem gerðir hafa verið og vona ég að Sjónvarpið muni líka sýna þættina um líkamann og Il Etait Une Fois... L'espace eftir sömu höfunda.


Smellið á franska heitið til að fara aftur í tímann og upplifa nostalgíuna.

Bragi reit 10:56 EH | Comments (2)

febrúar 14, 2008

Mæting á fyrsta blaðamannafund Nýs Meiriháttarhluta

Ég vil byrja á því að þakka fyrir hræðilega mætingu á blaðamannafund sem ég hélt þann 12 þessa mánaðar. Á fundinn mætti ég sjálfur og kanínan Snorri.
Einnig flaug starrahópur yfir fundarstæðið þegar ég hafði lokið við að útlista lausnir mínar varðandi Vatnsmýrina. Einnig skilaði ég af mér greinargerð þar sem lið fyrir lið var útskýrt hvernig losna mætti við róna í miðbænum. Í meginatriðum felst lausnin í því að skófla þeim öllum inn í langferðabíl og losa út á Garðatorgi. Kominn er tími til að önnur sveitarfélög en Reykjavík greiði fyrir þann kostnað sem af þessari óværu hlýst og ég legg til að Garðabær verði fyrstur til að taka við keflinu.

Mér hefur klæjað síðan starrahópurinn flökti en ég mun áfram standa keikur og berjast fyrir bættum réttindum innhringjara á Útvarpi Sögu.

Mér leiðist.

Bragi reit 04:40 EH | Comments (0)

febrúar 11, 2008

Blaðamannafundur á morgun!

Ég hef ákveðið að boða til blaðamannafundar á morgun þar sem ég mun ræða ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni nýlega og tengjast REI málinu og borgarstjórn. Allar líkur eru á því að fundurinn verði haldinn í Perlunni en það ætti ekki að koma neinum á óvart ef ég ákveð með skömmum fyrirvara að færa fundinn yfir á umferðarmiðstöðina ef mig mun hungra í litla snæðing. Einnig ættu ljósvakamiðlar þeir sem munu senda beint frá blaðamannafundinum að hafa varann á þar sem ég hef ekki gert það upp við mi hvort að þeir fái óheftan aðgang að fundinum. Einnig eru rauðhærðir óvelkomnir.

Takk fyrir
GG Bragi

Bragi reit 07:33 EH | Comments (2)