jan. 01, 2008

Kominn frá Brasilíu

Við erum nýkomin frá Brasilíu. Þar komst ég að nokkrum hlutum.

Íslendingar eru hófsamir neytendur miðað við klikkaða liðið í Brasilíu. Þar kaupa menn sér tannbursta og stuttermaboli á raðgreiðslum. Þetta olli því að við misskildum ansi oft verðmiða á vörum þarna og héldum fyrst um sinn að við værum í einhverri verðparadís. Þegar komið er svo að kassanum þá kemst maður að því að verðið á skónum sem við vildum var víst bara afborgunin og verðið var ein af fimm greiðslum.

Capirinha er góður drykkur og á ég núna eina Cachaca flösku sem fer í kokkteilagerð bráðlega.

Arkefly er ömurlegt flugfélag. TUI líka.

Icelandair rúla.

888 á hollensku er eins og að segja achthundert-aktu-taktu.

Brasilíubúar eru yndislegt fólk sem brosir allan hringinn. Ég man ekki eftir að hafa hitt neinn mann sem ekki tók á móti okkur með brosi eða uppreiddum þumli.

All-inclusive Hótel eru málið. Þvílíkt þægilegt að þurfa ekki að hugsa um að vera að greiða fyrir allt.

Í Brasilíu er flottasta ströndin... þangað til annað kemur í ljós.

Þeir hafa líka örlítinn áhuga á boltaleikjum. Merkilegt samt hvað ég var alveg laus við að hitta Ronaldinho. Var hann ekki látinn vita að ég væri í heimsókn!

Nudd er nauðsyn.

Menningarsjokkið var mest þegar Þorri fékk hita og okkur var uppálagt að baða hann í köldu og vera sem mest með hann úti. Ha! Hefur þetta fólk aldrei verið veikt! Ef maður er veikur þá á maður að vera inni undir sæng og dúðaður í ullarpeysu og leista.


Háttvirtur Bragi reit 08.01.08 15:03
Háttvirtir rituðu:

Saknaði þín á meðan þú varst í burtu ;)

Athugasemd eftir Leia prinsessa reit 14.01.08 22:23
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003