janúar 23, 2008

Fatakaup annarra en Björns Inga

Hefur einhver spurt annan stjórnmálamann en Björn Inga um fatakaup nýlega? Mér finnst það mál vera út í hött og sýna best hversu fáránleg umræðan um stjórnmálin eru orðin. Í fyrsta lagi kemur þetta almennum kjósendum engan veginn við. Þetta er innanhúsmál í Framsókn. Í öðru lagi er mín skoðun á þessu sú að þetta sé fullkomlega eðlilegt ef framkvæmdastjóri og kosningastjóri taka ákvörðunina um fatakaupin. Þeir bera þá ábyrgðina en ekki sá sem fötin ber. Einng þarf að líta á hver tilgangur fatakaupanna er á hverjum tíma. Kannski fannst kosningastjóra Framsóknarmanna Björn Ingi líta út eins og jólasveinn í þeim fötum sem prýddu fataskápinn hans. Þar af leiðandi tekur hann þá ákvörðun að eitthvað þurfi að gera til að flíka upp á pilt og sendir hann í Boss og Herragarðinn í uppflíkun. Hann þyrfti samt að losa sig við baugana.

Bragi reit 10:24 FH | Comments (1)

janúar 21, 2008

Fulltrúi engra borgarstjóri Reykjavíkur!

Maður sem er fulltrúi engra kjósenda í Reykjavík er orðinn borgarstjóri í Reykjavík. Þetta er svartur dagur í sögu Reykjavíkur.

Þýðir þetta samt ekki að Ólafur má ekki fá kvef þá er meirhlutinn fallinn?

Bragi reit 07:09 EH | Comments (2)

Af bakstungum og annarri vitleysu

Ég er Reykvíkingur og er í dag bálreiður. Þessi andskotans vitleysa með borgarstjórn fer meira en lítið í taugarnar á mér. Að mínu mati er komin upp sú staða að þarna er komin upp staða þar sem traust borgarbúa á fulltrúa í borgarstjórn er ekkert. Ég treysti ekki Ólafi F, Birni Inga, Gísla Marteini, Villa, Þorbjörgu Helgu og félögum. Ég er meira að segja byrjaður að efast um getu Vinstri Grænna og félaga minna í Samfylkingu. Aðalmálið er nú samt ruglið í smáflokkunum og Sjálfstæðisflokki.

Mikið hefur verið talað um hnífa í baki manna. Flugvöllurinn fer ekkert þrátt fyrir vilja borgarbúa og þetta pakk fær sínu framgengt. Við nýja borgarstjórn hef ég bara eitt að segja, ég treysti ykkur ekki og vil ekki samþykkja svona hrossakaup fyrir skattpeningana mína.

Bragi reit 06:47 EH | Comments (0)

janúar 10, 2008

2+1 eða 2+2

Pólitíkin er skrýtin skepna. Nú er hægt að fylgjast með umræðu um hvort eigi að fara 2+1 leið eða 2+2 þegar kemur að því að breikka Suðurlandsveg.

Mér hefur fundist mjög skrítið að fylgjast með málatilbúnaði þeirra sem vilja sjá 2+2 leiðina farna. Þar er farin þrjóskuleiðin og týnd til handahófskennd rök sem annaðhvort eru ágiskanir eða rangar viðmiðanir. Dæmi um ranga viðmiðun er til dæmis sú að menn bera saman
Suðurlandsveg um Hellisheiði saman við Reykjanesbrautina og halda því í alvörunni fram að hægt sé að sjá árangurinn af þeirri síðarnefndu sem vísbendingu um hvað tvöföldun geti gert fyrir Suðurlandsveg. Þetta er rangt. Hæðarmunurinn einn gerir út um þennan samanburð enda vita menn sem keyra Hellisheiðina að vetri til að heiðin getur orðið ansi snjóþung og veðurfar uppi á heiðinni er engan veginn samanburðarhæft við það sem gerist við Vatnsleysuströnd og vestar á Reykjanesi. Ástæðan fyrir því að ég lít á snjóinn í þessu tilviki er sú að áhrifaríkasta snjómoksturstækið er akstur bíla um veg. Ef snjór er mikill og vegurinn er tvöfaldur þá segja sérfræðingar það einfaldlega að umferðin sé ekki nóg til að hreinsa veginn vel og hann verði í raun hættulegri. Þetta sé ekki raunin með 2+1 veg þar sem aukaakreinin er til framúraksturs og líklegt að ökumenn hagi akstrinum þannig að tekið sé tillit til aðstæðna.

Þrjóskurökin er líka hættuleg en á annan hátt. Þegar vegur er tvöfaldaður þá kostar það mun meiri pening og tíma en ef vegur er gerður að 2+1 vegi. Þetta sjáum við á Reykjanesbrautinni og þetta munum við sjá enn skýrar þegar fjallvegurinn á Hellisheiði er byggður. Suðurlandsvegurinn er ekki eini vegurinn sem þarf að byggja hratt upp núna þar sem Vesturlandsvegurinn er ekki langt frá því að þurfa breikkun og Sundabrautin er orðin forgangsatriði. Ef þrjóskast er við að gera Suðurlandsveginn að 2+2 vegi þá mun annað af tvennu gerast. Verktíminn mun lengjast gríðarlega og óvíst hvort af opnun verði á næsta áratug, eða þá að önnur samgönguverkefni munu þurfa að sitja á hakanum vegna heimtufrekju manna um 2+2 veg.

Forsendurnar fyrir bættum samöngum út frá höfuðborgarsvæðinu um Suðurlandsveg eru þessar: Umferð hefur aukist til muna um Suðurlandsveginn. Svo mikið að vegurinn annar ekki aukinni umferð á föstudagseftirmiðdögum og seinnipart sunnudags á ákveðnum árstímum og þar myndast bílaraðir sem þó eru ekki stopp en fara mjög hægt. Til að greiða fyrir þessari umferð þurfa að koma til vegabætur. Umferðarslys eru einnig tíð á þessari leið og þarf að finna leið til að fækka þeim. Það sama má segja um vesturlandsveginn. Í mínum huga er þessir tveir vegir ekki sitthvort málið heldur hluti af sama kerfinu. Sama vandanum. Menn og konur sem enga sérfræðiþekkingu hafa á vegamálum aðra en þá að hafa keyrt um á bílnum sínum koma fram í þessu og benda á tvöföldun og standa fast við þá hugmynd þrátt fyrir að flestir helstu sérfræðingar þjóðarinnar, bæði hjá vegagerðinni og öðrum skipulagsstofnunum mæli frekar með 2+1 leiðinni. Bæði með öryggissjónarmið og kostnaðarsjónarmið(sem hefur bein áhrif á verktíma) í huga. Mér hefur virst sem að sumir hafi einnig dottið í þá gryfjuna að lýsa því yfir að Sunnlendingar eigi eitthvað skilið að þeirra vegaframkvæmdir séu mikilvægari og nauðsynlegri en annarra. Þetta er náttúrulega vitleysa, Ég geri mér fullvel grein fyrir því að þörfin er til staðar en að mínu viti skipta mig mannslíf meira máli en korter. Jafnvel þótt að um sé að ræða ansi fjölmennt korter.Því vil ég sjá 2+1 leið farna á bæði Suðurlandsvegi jafnt og Vesturlandsvegi.

Annars er ég með lausn að öllum þessum vanda. Það ætti náttúrulega að banna umferð bila með skuldahala(fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsa) og húsbíla á annatíma. Þannig drögum við bæði úr umferð og dreifum henni á skynsamlegan máta.

Bragi reit 09:50 FH | Comments (1)

janúar 08, 2008

Kominn frá Brasilíu

Við erum nýkomin frá Brasilíu. Þar komst ég að nokkrum hlutum.

Íslendingar eru hófsamir neytendur miðað við klikkaða liðið í Brasilíu. Þar kaupa menn sér tannbursta og stuttermaboli á raðgreiðslum. Þetta olli því að við misskildum ansi oft verðmiða á vörum þarna og héldum fyrst um sinn að við værum í einhverri verðparadís. Þegar komið er svo að kassanum þá kemst maður að því að verðið á skónum sem við vildum var víst bara afborgunin og verðið var ein af fimm greiðslum.

Capirinha er góður drykkur og á ég núna eina Cachaca flösku sem fer í kokkteilagerð bráðlega.

Arkefly er ömurlegt flugfélag. TUI líka.

Icelandair rúla.

888 á hollensku er eins og að segja achthundert-aktu-taktu.

Brasilíubúar eru yndislegt fólk sem brosir allan hringinn. Ég man ekki eftir að hafa hitt neinn mann sem ekki tók á móti okkur með brosi eða uppreiddum þumli.

All-inclusive Hótel eru málið. Þvílíkt þægilegt að þurfa ekki að hugsa um að vera að greiða fyrir allt.

Í Brasilíu er flottasta ströndin... þangað til annað kemur í ljós.

Þeir hafa líka örlítinn áhuga á boltaleikjum. Merkilegt samt hvað ég var alveg laus við að hitta Ronaldinho. Var hann ekki látinn vita að ég væri í heimsókn!

Nudd er nauðsyn.

Menningarsjokkið var mest þegar Þorri fékk hita og okkur var uppálagt að baða hann í köldu og vera sem mest með hann úti. Ha! Hefur þetta fólk aldrei verið veikt! Ef maður er veikur þá á maður að vera inni undir sæng og dúðaður í ullarpeysu og leista.


Bragi reit 03:03 EH | Comments (1)

janúar 07, 2008

Iss þú ert bara sófakommi og hippi úr 101!

Þetta er yndislega viðmótið sem hann Dofri Hermannsson fær frá Ragnari Jörundssyni sem segir orðrétt í grein sinni; ,,Um olíuhreinsistöð, leit huldufólks að peningum" sem birtist þann 27.12.2007 á fréttavef http://bb.is


Við munum berjast fyrir því olíuhreinsistöð rísi á Vestfjörðum, alveg sama hvort skriffinnar í 101 Reykjavík eins og Dofri eru því andvígir. Enda hafa þeir ekki áhyggjur af fólksflótta, en eins og kom fram í skýrslu um samfélagsáhrif sem gerð var fyrir Fjórðungssambandið í tengslum við fyrirhugaða olíuhreinsistöð, þá verða flestir fluttir frá Vestfjörðum eftir 50 ár ef ekkert verður gert.

Dofri talar digurbarkalega um að hann sé umhverfissinni. Það er gott að vera umhverfis- og náttúruverndarsinnaður. Við eigum að nýta landið okkar í sátt við umhverfið og náttúruna. En öfgar, offors og skilningsleysi eins og koma fram í skrifum Dofra, geta aldrei átt rétt á sér.

Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar. Frjálslyndur jafnaðarmaður, umhverfis- og náttúruverndarsinni.

Það er ekki efnið sem fjallað er um sem ég ýfist í, það er hvernig stimpillinn 101 og umhverfissinni er notaður. Ragnar Jörundsson telur sjálfan sig vera umhverfis- og náttúruverndarsinna en gengisfellir orðin með því að lítillækka skoðanir annars manns sem telur sig einnig bera hag náttúrunnar fyrir brjósti. Einnig telur hann það vera nauðsynlegt að staðsetja Dofra í póstnúmer 101 ,,þar sem eingöngu vont fólk býr í 101 Reykjavík." Var þessi kvikmynd virkilega svona vond? Ég bara spyr.

Pældíðí

Bragi reit 10:16 FH | Comments (8)