jan. 01, 2008

Fatakaup annarra en Björns Inga

Hefur einhver spurt annan stjórnmálamann en Björn Inga um fatakaup nýlega? Mér finnst það mál vera út í hött og sýna best hversu fáránleg umræðan um stjórnmálin eru orðin. Í fyrsta lagi kemur þetta almennum kjósendum engan veginn við. Þetta er innanhúsmál í Framsókn. Í öðru lagi er mín skoðun á þessu sú að þetta sé fullkomlega eðlilegt ef framkvæmdastjóri og kosningastjóri taka ákvörðunina um fatakaupin. Þeir bera þá ábyrgðina en ekki sá sem fötin ber. Einng þarf að líta á hver tilgangur fatakaupanna er á hverjum tíma. Kannski fannst kosningastjóra Framsóknarmanna Björn Ingi líta út eins og jólasveinn í þeim fötum sem prýddu fataskápinn hans. Þar af leiðandi tekur hann þá ákvörðun að eitthvað þurfi að gera til að flíka upp á pilt og sendir hann í Boss og Herragarðinn í uppflíkun. Hann þyrfti samt að losa sig við baugana.

Háttvirtur Bragi reit 23.01.08 10:24
Háttvirtir rituðu:

Sparaðir mér að blogga um þetta.

Athugasemd eftir Óli Gneisti reit 23.01.08 17:55
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003