jan. 01, 2008

Af bakstungum og annarri vitleysu

Ég er Reykvíkingur og er í dag bálreiður. Þessi andskotans vitleysa með borgarstjórn fer meira en lítið í taugarnar á mér. Að mínu mati er komin upp sú staða að þarna er komin upp staða þar sem traust borgarbúa á fulltrúa í borgarstjórn er ekkert. Ég treysti ekki Ólafi F, Birni Inga, Gísla Marteini, Villa, Þorbjörgu Helgu og félögum. Ég er meira að segja byrjaður að efast um getu Vinstri Grænna og félaga minna í Samfylkingu. Aðalmálið er nú samt ruglið í smáflokkunum og Sjálfstæðisflokki.

Mikið hefur verið talað um hnífa í baki manna. Flugvöllurinn fer ekkert þrátt fyrir vilja borgarbúa og þetta pakk fær sínu framgengt. Við nýja borgarstjórn hef ég bara eitt að segja, ég treysti ykkur ekki og vil ekki samþykkja svona hrossakaup fyrir skattpeningana mína.

Háttvirtur Bragi reit 21.01.08 18:47
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003