jan. 01, 2008

2+1 eða 2+2

Pólitíkin er skrýtin skepna. Nú er hægt að fylgjast með umræðu um hvort eigi að fara 2+1 leið eða 2+2 þegar kemur að því að breikka Suðurlandsveg.

Mér hefur fundist mjög skrítið að fylgjast með málatilbúnaði þeirra sem vilja sjá 2+2 leiðina farna. Þar er farin þrjóskuleiðin og týnd til handahófskennd rök sem annaðhvort eru ágiskanir eða rangar viðmiðanir. Dæmi um ranga viðmiðun er til dæmis sú að menn bera saman
Suðurlandsveg um Hellisheiði saman við Reykjanesbrautina og halda því í alvörunni fram að hægt sé að sjá árangurinn af þeirri síðarnefndu sem vísbendingu um hvað tvöföldun geti gert fyrir Suðurlandsveg. Þetta er rangt. Hæðarmunurinn einn gerir út um þennan samanburð enda vita menn sem keyra Hellisheiðina að vetri til að heiðin getur orðið ansi snjóþung og veðurfar uppi á heiðinni er engan veginn samanburðarhæft við það sem gerist við Vatnsleysuströnd og vestar á Reykjanesi. Ástæðan fyrir því að ég lít á snjóinn í þessu tilviki er sú að áhrifaríkasta snjómoksturstækið er akstur bíla um veg. Ef snjór er mikill og vegurinn er tvöfaldur þá segja sérfræðingar það einfaldlega að umferðin sé ekki nóg til að hreinsa veginn vel og hann verði í raun hættulegri. Þetta sé ekki raunin með 2+1 veg þar sem aukaakreinin er til framúraksturs og líklegt að ökumenn hagi akstrinum þannig að tekið sé tillit til aðstæðna.

Þrjóskurökin er líka hættuleg en á annan hátt. Þegar vegur er tvöfaldaður þá kostar það mun meiri pening og tíma en ef vegur er gerður að 2+1 vegi. Þetta sjáum við á Reykjanesbrautinni og þetta munum við sjá enn skýrar þegar fjallvegurinn á Hellisheiði er byggður. Suðurlandsvegurinn er ekki eini vegurinn sem þarf að byggja hratt upp núna þar sem Vesturlandsvegurinn er ekki langt frá því að þurfa breikkun og Sundabrautin er orðin forgangsatriði. Ef þrjóskast er við að gera Suðurlandsveginn að 2+2 vegi þá mun annað af tvennu gerast. Verktíminn mun lengjast gríðarlega og óvíst hvort af opnun verði á næsta áratug, eða þá að önnur samgönguverkefni munu þurfa að sitja á hakanum vegna heimtufrekju manna um 2+2 veg.

Forsendurnar fyrir bættum samöngum út frá höfuðborgarsvæðinu um Suðurlandsveg eru þessar: Umferð hefur aukist til muna um Suðurlandsveginn. Svo mikið að vegurinn annar ekki aukinni umferð á föstudagseftirmiðdögum og seinnipart sunnudags á ákveðnum árstímum og þar myndast bílaraðir sem þó eru ekki stopp en fara mjög hægt. Til að greiða fyrir þessari umferð þurfa að koma til vegabætur. Umferðarslys eru einnig tíð á þessari leið og þarf að finna leið til að fækka þeim. Það sama má segja um vesturlandsveginn. Í mínum huga er þessir tveir vegir ekki sitthvort málið heldur hluti af sama kerfinu. Sama vandanum. Menn og konur sem enga sérfræðiþekkingu hafa á vegamálum aðra en þá að hafa keyrt um á bílnum sínum koma fram í þessu og benda á tvöföldun og standa fast við þá hugmynd þrátt fyrir að flestir helstu sérfræðingar þjóðarinnar, bæði hjá vegagerðinni og öðrum skipulagsstofnunum mæli frekar með 2+1 leiðinni. Bæði með öryggissjónarmið og kostnaðarsjónarmið(sem hefur bein áhrif á verktíma) í huga. Mér hefur virst sem að sumir hafi einnig dottið í þá gryfjuna að lýsa því yfir að Sunnlendingar eigi eitthvað skilið að þeirra vegaframkvæmdir séu mikilvægari og nauðsynlegri en annarra. Þetta er náttúrulega vitleysa, Ég geri mér fullvel grein fyrir því að þörfin er til staðar en að mínu viti skipta mig mannslíf meira máli en korter. Jafnvel þótt að um sé að ræða ansi fjölmennt korter.Því vil ég sjá 2+1 leið farna á bæði Suðurlandsvegi jafnt og Vesturlandsvegi.

Annars er ég með lausn að öllum þessum vanda. Það ætti náttúrulega að banna umferð bila með skuldahala(fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsa) og húsbíla á annatíma. Þannig drögum við bæði úr umferð og dreifum henni á skynsamlegan máta.

Háttvirtur Bragi reit 10.01.08 09:50
Háttvirtir rituðu:

kUrHiM I found your site on google and I have added it in my favourites. If you like, you can visit my site [URL=http://www.chrcstudents.com/user/view.php?id=583&course=1]Forex platform for ordinary users[/URL] too, thanks! Forex trading Forex platform for ordinary users

Athugasemd eftir Forex trading reit 22.03.08 02:06
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003