des. 12, 2007

Uppivöðslusamur hálfviti snýr aftur

Ég hef ákveðið að endurvekja þetta blogg. Ég hef fylgst með moggablogginu og vísisblogginu nánast eyðileggja þetta form samskipta á undanförnu ári. Hvernig þeir blogghringir virka hugnast mér ekki og ég fór í nánast tveggja ára bloggpásu eftir að þessir blogghringir komu fram. Ég er hins vegar kannski ekki einn af þeim fyrstu en samt með þeim fyrstu 200-300 sem byrja að blogga á Íslandi og finnst röddin mín alveg mega heyrast meira.

Nafn síðunnar er fyrir marga mikið undrunarefni og ég mun því bjóða þeim sem rekst hingað inn og giskar á rétt nafn upp á kalt popp og brakandi kók. Nafnið er skrifað japönskum stöfum hér á toppi síðunnar til hægri. Ekki styðja öll forrit þessa stafagerð en flestar ættu að vera farnar að gera það með nýrri vöfrum.

Smá vísbending: nafnið er vísun í eitthvað tengt tónlist.

Þá er bara að vona að einhverjir aðrir en Halli droppi hérna við, við og við. Þó það sé náttúrulega ekkert að því að Halli kíkji á mig. Hann er drengur góður.

Háttvirtur Bragi reit 04.12.07 15:49
Háttvirtir rituðu:

Hm, má nota babelfish til að "giska" á nafn síðunnar? Telst það sjálfsbjargarviðleitni á tækniöld eða svindl?

Nafnið er annars Take That skv. téðum fisk. Passar það?

Athugasemd eftir Súsanna reit 06.12.07 06:06

Það mun vera rétt. Ég hóf skrif á síðu sem hét Hafðu þetta í apríl 2002. Ég snaraði henni yfir á rússnesku eftir árið og við sat í rúmt ár en árið 2004 færði ég heitið yfir í japanskt letur. Ég bíð bara eftir að fá þýðingu í híeróglýfur. Gaman væri einnig að prófa rúnaletur eða myndmál Azteka.

Ég skulda þér popp og kók.

Athugasemd eftir Bragi reit 06.12.07 11:27

Hey frábært, ég hef aldrei unnið neitt svo merkilegt áður :)
Það er annars til translator fyrir Hieroglyphics á netinu hérna http://www.quizland.com/hiero.mv, svona ef þig langar að prófa..

Athugasemd eftir Súsanna reit 06.12.07 14:14

Hi, can you help me to make my personal web page? I want to know what CMS is best choise for it. I made pages on html, look:
http://drugstoreeffect.com/seks/sitemap.html
секс
ананасик порно
анастасия порно
анимация порно
бесплатное жесткое порно
девственность порно


Athugasemd eftir Sekas reit 14.06.08 22:08
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003