des. 12, 2007

Trúboð í skólum og vanraka þjóðkirkja

Ég var að enda við að horfa á kunningja minn, hann Matthías Ásgeirsson í Silfri Egils. Þar varði hann sjónarmið trúlausra manna varðandi trúboð í skólum og leikskólum. Andmælandi hans var Jón Magnússon(þarna var Matthíasi greiði gerður). Eitt skein í gegnum allan málatilbúnað Jóns. Það var að hann gat ekki hugsað sér að sýna öðrum mönnum það umburðarlyndi að leyfa þeim að vera öðruvísi. Hann ásamt mörgum trúuðum einstaklingum neita að leyfa börnum að alast upp án þess að þau lendi í aðkasti og einelti vegna trúarlegrar útskúfunar.

Þetta hljómar afskaplega róttækt en svona er þetta í raun og veru. Prestar koma inn í leikskóla með sitt trúboð og þau börn sem eiga foreldra sem ekki eru annaðhvort í annarri kirkju en þjóðkirkjunni eða trúlausir eru teknir til hliðar á meðan messunni stendur. Hvað þýðir það í raun? Börnunum finnst þau vera útundan og verða sár og leið. Hvernig er þetta annað en eitt einkenni eineltis, að finnast það ekki vera af sama stalli og æðsta formlega yfirvaldið sem það hefur kynnst, leikskólinn. Í mínum huga eru kirkjunnar menn níðingar á meðan að þeir leyfa þessu að viðgangast og halda þessarri trúboðsstefnu áfram.

Í raun er ekki mikið sem verið er að fara fram á. Einfaldlega það að prestar láti leikskólann í friði og stundi ekki trúboð í grunnskólum. Að mínu mati á fermingarfræðslan ekki að fara fram í skólum en mér finnst í fínu lagi að krakkar fari á skólatíma í hana ef að hinir fá að gera það sem þeim sýnist á meðan. Kristinfræðslunni á náttúrulega að breyta yfir í trúarbragðafræði en í fínu lagi er að leggja áherslu á kristna trú vegna sögulegra tengsla okkar við hana. Einnig finnst mér mikilvægt að leggja mikla áherslu á ásatrú þar sem hún hefur líka mikið sögulegt gildi.

Stóri vandinn er bara að kirkjunnar menn líta ekki á þetta sem hugmyndafræðilega baráttu. Þetta er baráttan um völdin, baráttan um það að lifa af næstu öldina. Þeir vita nefnilega sem er að fjöldi þeirra sem trúa á þann hátt sem kirkjan boðar fer lækkandi með hverju árinu. Þetta er sem sagt spennandi barátta sem ég hef sterkar skoðanir á en ætla að halda mér í þögla meirihlutanum í smá tíma.

Háttvirtur Bragi reit 03.12.07 00:44
Háttvirtir rituðu:

samt vill Jón Magnússon líta út eins og svertingi, þ.e. öðruvísi en við hin, næpurnar (hann hefur t.d. lengi verið eigandi að ljósabekk).

... kannski vegna þess að það er svo gaman í messum hjá svörtum söfnumðum (samkv. Holly wood).

Athugasemd eftir Halli reit 03.12.07 17:57

I´m back and I´m black!!

Athugasemd eftir Bragi reit 04.12.07 14:32
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003