des. 12, 2007

Mandarínur eða klementínur

Nú er tíminn þar sem kassarnir troðfullir af safaríkum mandarínum/klementínum bíða okkar í verslunum. Þeir eru keyptir og étnir af áfergju enda eru fáir ávextir bragðbetri og skemmtilegri til átu en þessar appelsínugulu dvergappelsínur. En hvort á maður að kalla ær mandarínur eða klementínur og hver eru orðsifjar þessara orða. Ég get ómögulega munað hvort þetta sem við almennt köllum mandarínur séu raunverulega mandarínur eða hvort um einn stóran misskilning sé að ræða hjá íslensku þjóðinni... eða bara mér. Þetta finnst mér miklu mikilvægara að fá born í en hvort hvítvoðungar eigi að klæðast bleiku eða bláu.
Tók enginn nema ég eftir því að fólk notaði litinn blátt á undan bleiku í orðræðunni um fötin. Gæti það verið til að forðast tenginguna við víxlorðað en samnefnt tímarit.

Háttvirtur Bragi reit 06.12.07 11:28
Háttvirtir rituðu:

Samkvæmt mínum heimildum var munkur sem hét Klemens eða Klementín eða Klementínus eða bara Klemmi for sjort sem fékk þá góðu hugmynd að rækta steinalausar mandarínur. Af hugmyndaauðgi skýrði hann þetta afbrigði svo í höfðuðið á sjálfum sér. S.s. klementínur = steinalausar mandarínur.

Athugasemd eftir Biggi reit 09.12.07 23:54
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003