des. 12, 2007

Hraun að gera það gott

Vinir mínir í Hljómsveitinni Hraun er komnir í úrslit hljómsveitarkeppni sem BBC heldur á hverju ári. The Next Big Thing heitir keppnin og er hægt að finna hér. Sagt er að um 2000 hljómsveitir víðs vegar að úr heiminum hafi tekið þátt. Hraun er eitt fimm banda sem standa eftir. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég hef vitað af snilligáfu þessarra manna í lengri tíma en flestir og ég hef einhvern veginn aldrei efast um að þeir næðu langt, þetta var bara spurningin um að halda það út. Nú fara Íslendingar kannski að taka eftir þeim og kaupa diskinn þeirra. On sale now!

Ég vil óska Svabba og strákunum til innilega til hamingju með árangurinn.

Háttvirtur Bragi reit 03.12.07 17:06
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003