des. 12, 2007

Fimmti stormurinn og ekkert fokið enn

Er ég að telja rétt? Var þetta ekki fimmti "stormurinn" á einni viku í gær? Ég tók inn garðhúsgögnin fyrir föstudaginn þar sem sá átti að vera stærstur. Það var líklegast rétt hjá mér að gera en ekkert fauk af því sem eftir lá í garðinum.

Ólína Þorvarðadóttir(ég vísa ekki á moggablogg) kvabbar eitthvað yfir ritdómi föður míns á heimasíðunni sinni þann 28.11.2007. Þar kallar hún pabba minn karlrembusvín óbeint með því að halda því fram að hann telji að margra barna mæður eigi ekki að vera að sýsla og basla við að gefa út ljlóðabækur. Þessar ásakanir Ólínu urðu til þess að ég renndi yfir bókina Vestanvindar og verð ég eiginlega að segja að hún má prísa sig sæla yfir því að pabbi minn, en ekki ég, skrifaði þennan dóm.

Kurteisari mann og siðlegri er erfitt að finna en föður minn. Ég hefði aldrei látið verðskulduð gífuryrðin liggja ósnert, er kannski öfgafyllri í tjáningu minna meininga. Bókin er sneysafull af líkingum sem eru í hróplegri mótsögn við sjálfa sig, þar sem ekki er hægt að grípa til þess vopns að kalla slíkt skáldaleyfi. Ólína birtir dæmi um ljóð úr bókinni og leyfi ég mér að vísa í það hér:

Í hafdjúpum hugans

leitar vitundin landa

um útsæ og innhöf

ferðast hún um þangskóg

í sjávardölum

úr logndýpi drauma

sækir hún í strauminn

streitist á móti

brýst um

og byltist

í þungu róti

Á grunnsævi vökunnar

spriklar hún að kveldi

- þar lagði dagurinn netin

að morgni

þéttriðin net

troðfull að kveldi ...

Fær Ólína fyrir þetta kvæði lofkór moggabloggsins til að mæra sig og þar, á þeim vettvangi, er upphefð hennar mikil. Ég fæ ekki skilið þörfina til að verja sig eftir bókadóm sem í rauninni var ekki það harður. Ég myndi segja að pabbi hafi verið að gefa bókinni tvær stjörnur af fimm, líklegast fær Ólína meira að segja heila stjörnu fyrir að búa fyrir vestan. Aldrei lýsir faðir minn því yfir í dómnum að konur eigi ekki að skrifa eða að gefa út bækur. Slíkt er langt frá því vera hans skoðun. Ég sé líka móður mína í anda bregðast við slíku frá kallinum. Pönnur og pottar hola haus.

Staðreyndin er sú að eftir liggur að Ólína skrifaði kléna ljóðabók sem verðskuldaði ekki góðan dóm. Að persónugera fagmannlegan dóm um ljóðabók og það að láta gamminn geysa um persónu þess sem dóminn skrifar er hvorki fagmannlegt né líklegt til vinsælda.

p.s. Ég vil bæta því við að ég er ekki menntaður bókmenntafræðingur og hef ekki unnið við bókmenntagagnrýni. Hins vegar er ég víðlesin og sæmilega skýr í kollinum og tel mig geta dæmt um hvort að ein skitin ljóðabók sé verðug þess pappírs sem hún er prentuð á.

Háttvirtur Bragi reit 18.12.07 13:11
Háttvirtir rituðu:

8RBDVs vxmoujmzgxee, [url=http://vrsimnkpsxxm.com/]vrsimnkpsxxm[/url], [link=http://bitgljywbtuc.com/]bitgljywbtuc[/link], http://xmaisngeriif.com/

Athugasemd eftir pwpjokov reit 02.03.09 12:08
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003