nóvember 28, 2007

Kvóti á skemmtibáta

Einar Kristinn Guðfinnsson surf-and-turfmálaráðherra ætlar sér að leggja kvaðir um kvóta á almenning ef það veiðir sér í soðið á öðrum bátum en þeirra eigin. Þ.e. ef þessi skilgreindi almenningur hefur greitt bátseiganda fyrir að fara út á sjó til veiða á bátnum.

Ég verð að játa að mér finnst þessi hugmynd vera ágæt, þ.e. tilgangur og markmið lagasetningarinnar finnst mér réttlátt. Þarna er verið að loka holu í lögunum sem hefði jafnvel getað leyft sjóstangveiðiflotanum fyrir vestan að veiða án þess að greitt sé fyrir aflann. Hins vegar verð ég að setja þann varnagla við að þarna er um að ræða ákveðna mismunum. Bátseigendur eru sem sagt í fullum rétti til að fara út og veiða sér í soðið kvótalausir en hinir sem engan bát eiga þurfa að kaupa sér kvóta ef þeim dettur í hug að renna fyrir sporði.

Þetta verður að útfæra vel þannig að ekki verði um þessa mismunun að ræða. Ég held samt að ég sleppi ágætlega þar sem fjölskyldan á nú þegar bát fyrir vestan, kvótalaus veiði ég því enn í Önundarfirði.

Frétt um þetta má lesa hér.

Bragi reit 09:28 FH | Comments (0)