&#x. 08, 2007

Spökulering

Ég hef ekki bloggað neitt af viti í um tvö ár. Hef nokkrum sinnum reynt að koma mér aftur af stað en alltaf stoppað aftur. Eitthvað er að halda aftur af mér. Ég held að ég hafi svo komist að því hvað þetta eintthvað er fyrir hálftíma síðan. Ég ætlaði að skrifa lærða grein um áhrif peningamarkaðar á hinn fávísa almenning þegar að ég áttaði mig á því að ég hafði algjörlega ekkert nýtt fram að færa í þeirri umræðu. Ekkert sem hefur vantað, ekkert sem aðrir hafa ekki haldið fram á lærðari hátt en mér datt í hug. Hagfræði og viðskipti eru ekki mín sterku svið og ég á einfaldlega frekar að halda mig á sviðum þar sem ég er á heimavelli. Nefnilega orsakatengsl og samhengi nútímans. Ég hef ávallt haft gríðarlega mikinn áhuga á því að skoða hvað hefur áhrif á ýmsa þætti samfélagsins, hvað ýtir við hverju og hvernig vissir hlutir virka en aðrir ekki. Þá er ég að tala um samfélagið bæði heildrænt og í minni kimum þess. Dæmi um þetta væri þá tengsl svifryks og nagladekkja eða gríðarhátt hlutfall kvenkyns öryrkja á Suðurnesjum. Heildrænt væri þá eitthvað eins og hvernig við verðleggjum landsvæði útfrá forsendum fárra nýtingaraðila.

Sjáum til hvort ég standi við stóru orðin eða leyfi blogginu að deyja. Kemur í ljós á næstu viku. Annars er ég hundfúll yfir úrslitum helgarinnar.

Háttvirtur Bragi reit 13.08.07 12:15
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003