ágúst 24, 2007

Vesturbær í einelti lögreglunnar

Nú nýtir lögregla Reykjavíkur sér mestu skipulagsmistök Íslandssögunnar og leggja vesturbæinga í einelti á einni af tveim æðum sem hægt er að keyra frá bæjarhlutanum. 422 teknir á einum degi fyrir of hraðan akstur á þessari götu sem byggð er fyrir akstur sem nemur 80 kílómetra hraða hið minnsta. Þá er ég að tala um Hringbrautina hina nýju og ómögulegu.

Ég er á þeirri skoðun að þessar aðferðir lögreglunnar séu barnalegar og illa til fundnar. Síðan þeir hófu þessar mælingar og sektaræðið rann á lögguna hafa svona tölur bara hækkað. Fleiri og fleiri keyra hraðar. Það er að sjálfsögðu ástæða fyrir þessu. Lögreglan er ekki sýnileg. Hún er farin í felur. Ég hef séð færri og færri lögreglubíla í umferð undanfarið og aldrei sér maður þá á gangi um helgar eða á virkum dögum. Að mínu mati eru áherslur stjórnar lögreglunnar rangar og þarna þarf að koma til hugarfarsbreyting.

Hafa þessir menn eitthvað í höndunum sem segir að þessar myndavélar virki. Hver er markmiðssetningin. Er markmiðið að sekta sem flesta? Er það ekki heimskulegt markmið? Á ekki frekar að miða að því að hraðinn hæfi götunum og með því að auka öryggið. Fækka þeim sem keyra allt of hratt og þannig taka þá úr umferð sem skapa raunverulega hættu. Hver er tölfræðin sem kemur út úr sektarboðum lögreglunnar. Ef mér skjátlast ekki þá hækkar fjöldi þeirra sem sektaður er með hverri bylgjunni. Ef þetta er raunin þá segir það mér að hraðamyndavélar virka ekki. Það mun aldrei hafa sömu áhrif á menn að fá sent bréf með rukkun sem þeir þurfa að greiða og það að setjast inn í bíl með óánægðum og skipandi lögreglumönnum og fá skammirnar beint í æð.

Helvítis rugl...

ps ég er ekkert bitur vegna einhverrar sektar, hef aldrei fengið svoleiðis, ég bara...

Bragi reit 02:00 EH | Comments (4)

ágúst 13, 2007

Spökulering

Ég hef ekki bloggað neitt af viti í um tvö ár. Hef nokkrum sinnum reynt að koma mér aftur af stað en alltaf stoppað aftur. Eitthvað er að halda aftur af mér. Ég held að ég hafi svo komist að því hvað þetta eintthvað er fyrir hálftíma síðan. Ég ætlaði að skrifa lærða grein um áhrif peningamarkaðar á hinn fávísa almenning þegar að ég áttaði mig á því að ég hafði algjörlega ekkert nýtt fram að færa í þeirri umræðu. Ekkert sem hefur vantað, ekkert sem aðrir hafa ekki haldið fram á lærðari hátt en mér datt í hug. Hagfræði og viðskipti eru ekki mín sterku svið og ég á einfaldlega frekar að halda mig á sviðum þar sem ég er á heimavelli. Nefnilega orsakatengsl og samhengi nútímans. Ég hef ávallt haft gríðarlega mikinn áhuga á því að skoða hvað hefur áhrif á ýmsa þætti samfélagsins, hvað ýtir við hverju og hvernig vissir hlutir virka en aðrir ekki. Þá er ég að tala um samfélagið bæði heildrænt og í minni kimum þess. Dæmi um þetta væri þá tengsl svifryks og nagladekkja eða gríðarhátt hlutfall kvenkyns öryrkja á Suðurnesjum. Heildrænt væri þá eitthvað eins og hvernig við verðleggjum landsvæði útfrá forsendum fárra nýtingaraðila.

Sjáum til hvort ég standi við stóru orðin eða leyfi blogginu að deyja. Kemur í ljós á næstu viku. Annars er ég hundfúll yfir úrslitum helgarinnar.

Bragi reit 12:15 EH | Comments (0)