j&#. 07, 2007

Virk Umhverfisvernd

Ég var að enda við það að lesa grein eftir Leó M Jónsson sem birtist á Vísi í dag. Þar talar hann um nauðsyn þess að auka hlut díselbíla í umferðinni af umhverfisverndarástæðum og færir hann fyrir því ýmis rök sem mörgum umhverfisverndarsinnanum kann að finnast skrítin. Flest kannaðist ég við og finnst mér skemmtileg tæknileg útskýring hans á því hvers vegna díselvélar menga minna en bensínvélar.

Ég hef lesið síðuna hans Leós í hartnær tvö ár og er hún endalaus uppspretta fróðleiks um bíla og öllu sem tengist bílum. Leó er einnig mikill spökúlant um heimsins gæði og æði og má finna greinar þar inni um hvers konar umhugsunarefni og hefur hann sterkar skoðanir á flestu því sem penninn ritar. Þegar ég virðist hafa misst minn metnað fyrir vefsíðunni minni þá er gott að geta hangið í pilsfaldinum hjá mönnum eins og Leó sem hafa með dugnaði haldið uppi góðri síðu í langan tíma. Leó átti tíu ára vefsíðu afmæli fyrir stuttu og verð ég að óska honum til hamingju með það.

Nú er hann Þorri minn orðinn fimm vikna og á leiðinni til Hollands með mömmu sinni. Hann er semsagt að fara að heimsækja ömmu og afa í Hollandi. Það er ekki laust við að ég sé með smá kvíða yfir því að fá ekki að halda utan um einkasoninn í heila viku. Annars má finna myndir af honum inni á síðunni hennar Kristjönu.

Ég verð duglegri á næstunni í blogginu. Ég er búinn að taka mér rúmt ársfrí að mestu en nú er ætlunin að endurhanna síðuna og hefja skriftir á nýjan leik.

Háttvirtur Bragi reit 15.07.07 10:48
Háttvirtir rituðu:

Ég vil sjá sovéska lúkkið aftur, það var töff.

Athugasemd eftir Lalli reit 18.07.07 16:59
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003