apríl 26, 2007

Annar ársfjórðungur, fyrsta blogg

Það er greinilegt að einhver er að skrifa BA ritgerðina sína. Það er nefnilega oft þannig að menn leiðast út í of mikla internet notkun þegar aðrir hlutir eiga að vera í forgangi.

Það er annars að frétta af mér að ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki að hugsa of mikið út í stjórnmál líðandi stundar. Ég held að þetta sé sjálfsvarnarafbrigði stjórnmálafíkilsins sem hefur of mikið að gera í öðrum málaflokkum. Bragason er mánuð í dag frá settum komudegi og ég er að koma mér fyrir í nýrri vinnu, fyrir utan gríðarlega hreiðurgerð okkar skötuhjúa undanfarna tvo mánuði. Þá má einnig bæta því við að brjálsemin er að bera mig ofurliði og fyrsti stígvélabúðatíminn minn er á morgun. Ég held að það verði vel skrautlegt. Hef heyrt frá öðrum aðilum að menn kasti upp morgun- hádegis og óétnum kvöldmat á fyrstu æfingu... Ætli slík hafi verið raunin hjá BA nemanum?

Ég sé að Framsóknarmenn voru að hrókera yfirstjórn Landsvirkjunar. Sá stöðuna hvergi auglýsta og finnst það hálfótrúlegt að þetta skuli enn vera leyft. Helvítis pólitískir bitlingar frammi fyrir opnum tjöldum og enginn segir neitt. Jón Sigurðsson er þarna að sanna fyrir heiminum að hann er jafn spilltur og forverar hans í Framsóknarflokknum. Fastir í fyrirgreiðslupólitík og vinagreiðum.

Nóg í bili...

Bragi reit 02:13 EH | Comments (2)