mars 27, 2007

Fjórflokkur á ný?

Ef fer sem horfir og Heilsubótin hans Ómars Ragnarssonar nær fjórum prósentum í kosningunum þá gæti allt eins verið að við sitjum uppi með gamla fjórflokkinn eftir kosningar. Frjálslyndir hafa verið að dala og fara undir fimm prósenta markið sem er nauðsynlegt til þess að ná inn manni og ég er afskaplega viss um að Ómar og Margét eiga ekki eftir að ná inn neinum uppbótarmönnum. Það er reyndar mögulegt að Ómar, Margrét eða Guðjón verði kjördæmakjörin en slíkt er samt óþarfa bjartsýni.

Ég spái því að þessar kosningar verði afturför til gamalla tíma. Þá er í raun bara spurning um hvor blokkin, Samfylking og VG á móti Sjöllum og Framsókn, nær betri samtalskosningu. Ef eitthvað má marka síðustu skoðanakannanir þá tel ég það vera býsna líklegt að VG og Samfylking nái samanlagt yfir 45% atkvæða sem ætti að gefa þeim meirihluta þingmanna.

Er það jákvætt? Ég sé ekki að fjögurra flokka Alþingi sé eitthvað verra en mollan sem nú er að ljúka. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið gjörsamlega gagnslaus í stjórnarandstöðu og er að mínu mati ekki stjórntækur. Heilsubótin hans Ómars gæti verið ferskur vindur um sali Alþingis ef allt sem hann segði væri annað en bergmál af stefnu Samfylkingar og VG í umhverfismálum.

Verð ég sannspár? Ég held það bara.

Bragi reit 11:03 FH | Comments (1)

mars 25, 2007

Íslandshreyfingin- hreyfing fyrir alla!

Ég bara spyr sem maður í leit að skokkhópi, eru einhverjir styrkleikaflokkar eða er þetta verið að hugsa um að opna alveg nýja líkamsræktarstöð?

Bragi reit 10:59 FH | Comments (1)