feb. 02, 2007

Sigur og tap í Háskólanum á sömu stundu

Ég var einn af stofnendum Háskólalistans. Við breyttum landslagi stúdentastjórnmála á margan hátt og innleiddum að vissu leyti nýja hugsun hjá stúdentum. Ég ætla ekki að fara efnislega í þau mál en í dag er ég afskaplega glaður maður. Háskólalistinn hvarf. Ég tel að eftir að við settum fram okkar tillögur í Stúdentaráði um breytt kosningafyrirkomulag hafi verið kominn tími á listann.

Einnig má bæta því við að sem félagshyggjumaður þá kom það aldrei til greina hjá mér að bjóða fram gegn Röskvu. Ég er glaður fyrir þeirra hönd. Til hamingju Röskva og megið þið sýna meiri þroska en fólkið sem klæddi sig í Simpsonsgalla og reyndi að fá fólk til að kjósa Vöku með því að minna það á gulan lit.

Ég held því ennþá fram að stúdentastjórnmál séu í mjög óþroskuðum farvegi og þarna eigi ekki að vera um flokkadrætti að ræða.

*viðbót, ég held að orðið glaður eigi ekki við. Orðið sáttur lýsir því betur sem mér finnst.

Háttvirtur Bragi reit 09.02.07 12:15
Háttvirtir rituðu:

Orðin "nobody gives a damn" lýsa betur sem mér finnst

Athugasemd eftir Tryggvi reit 14.02.07 15:30

Sammála síðasta ræðumanni.

Stúdentapólítík er brandari, skítugir framapotarar að reyna að ota sínum tota, dreymandi blauta drauma um hugsanlegan frama í pólítík fullorðna fólksins að námi loknu.

Enda gefa líka langflestir stúdentar skít í stúdentapólítík, 38% kjörsókn, og þar af eru líklegast um helmingur 'dreginn' á kjörstað af manni sem þekkir mann sem er í framboði.

Athugasemd eftir Valli reit 21.02.07 13:54

Sæll gamla geit, ég sé að þú ert enn við sama heygarðshornið! Stúdentapólitík, úff! Pólitík fyrir fullorðna á Íslandi, úff!!! Mjög kómískt að horfa á Silfur Egils þegar að maður hefur fengið smá sýn á hluta af heimsmálunum. Það er eins og fólk í pólitík heima sé einfaldlega ekki fullorðið!

Annars hef ég verið að reyna að ná í þig. Ertu búinn að breyta msn adressu og gemsa? Er þetta alþjóðlegt samsæri sem beinist gegn mér?

Þarfnast skýringa.

Alli.

Athugasemd eftir Albert Steinn Guðjónsson reit 24.02.07 23:48
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003