febrúar 09, 2007

Sigur og tap í Háskólanum á sömu stundu

Ég var einn af stofnendum Háskólalistans. Við breyttum landslagi stúdentastjórnmála á margan hátt og innleiddum að vissu leyti nýja hugsun hjá stúdentum. Ég ætla ekki að fara efnislega í þau mál en í dag er ég afskaplega glaður maður. Háskólalistinn hvarf. Ég tel að eftir að við settum fram okkar tillögur í Stúdentaráði um breytt kosningafyrirkomulag hafi verið kominn tími á listann.

Einnig má bæta því við að sem félagshyggjumaður þá kom það aldrei til greina hjá mér að bjóða fram gegn Röskvu. Ég er glaður fyrir þeirra hönd. Til hamingju Röskva og megið þið sýna meiri þroska en fólkið sem klæddi sig í Simpsonsgalla og reyndi að fá fólk til að kjósa Vöku með því að minna það á gulan lit.

Ég held því ennþá fram að stúdentastjórnmál séu í mjög óþroskuðum farvegi og þarna eigi ekki að vera um flokkadrætti að ræða.

*viðbót, ég held að orðið glaður eigi ekki við. Orðið sáttur lýsir því betur sem mér finnst.

Bragi reit 12:15 EH | Comments (3)