janúar 26, 2007

Ómarktæk Könnun

Ég varð hvumsa í morgun þegar ég sá að í könnun sem Frjáls Verslun hafði gert kom fram að VG væri orðinn stærri en Samfylkingin. Svo las ég fréttina í heild sinni. Meira djöfulsins rugl hef ég ekki séð í langan tíma. 571 var spurður og þar af svaraði 320. Þetta er 56% svarhlutfall. ég og Tryggvi vinur minn fórum í félagsfræði á sínum tíma hjá snillingnum Birni Bergssyni í MH. Þar kenndi hann okkur að kannanir sem væru með svarhlutfalli sem væri minna en sjötíu prósent svarhlutfalli væru hvorki birtingarhæfar og alls ekki marktækar.

Mér finnst nú að menn ættu að passa sig betur á því hvað þeir gefa út sem spá fyrir kosningar í þjóðríki.

Bragi reit 09:21 FH | Comments (8)