jan. 01, 2007

Ómarktæk Könnun

Ég varð hvumsa í morgun þegar ég sá að í könnun sem Frjáls Verslun hafði gert kom fram að VG væri orðinn stærri en Samfylkingin. Svo las ég fréttina í heild sinni. Meira djöfulsins rugl hef ég ekki séð í langan tíma. 571 var spurður og þar af svaraði 320. Þetta er 56% svarhlutfall. ég og Tryggvi vinur minn fórum í félagsfræði á sínum tíma hjá snillingnum Birni Bergssyni í MH. Þar kenndi hann okkur að kannanir sem væru með svarhlutfalli sem væri minna en sjötíu prósent svarhlutfalli væru hvorki birtingarhæfar og alls ekki marktækar.

Mér finnst nú að menn ættu að passa sig betur á því hvað þeir gefa út sem spá fyrir kosningar í þjóðríki.

Háttvirtur Bragi reit 26.01.07 09:21
Háttvirtir rituðu:

Böddi Bergs og steypurfyrirlesturinn ógurlegi!!! 8 ár síðan takk fyrir!

Athugasemd eftir Tryggvi reit 26.01.07 22:18

Ertu að fara að verða pabbi? Hvenær? Spennó!
Kveðja,
Telma, fyrrverandi ólétti starfsfélaginn þinn

Athugasemd eftir Telma (semvannmeðþéríSPRON) reit 28.01.07 15:56

Hæhæ, jújú það passar. Ég og Kristjana eigum von á litlum strák í heiminn í lok maí. Hún er sett á 26 maí en ég hef sterkan grun um að drengurinn eigi eftir að drattast út þann 23. og þar með næla sér í sama afmælisdag og pabbi hans.

Athugasemd eftir Bragi reit 29.01.07 11:38

Vá en æææðislegt! Innilega til hamingju bæði tvö, oh hvað lífið er yndislegt:)

Athugasemd eftir Telma reit 29.01.07 12:57

Hvernig líst þér á nýju könnunina Blaðsins? Ég efast ekki um að vinnubrögðin við þá könnun séu álíka fagmannleg og þau sem þú nefnir.

Samt komust niðurstöðurnar á síður Morgunblaðsins, sem margir vilja enn kalla áreiðanlegan fjölmiðil (þó sá status blaðsins fari fallandi).

Fréttin af Sprotaþinginu um helgina, þar sem Samfylkingin sló í gegn, birtist hinsvegar hvergi á síðum mbl (enn sem komið er). Það efast varla nokkur um að hefði Sjálfsóknarflokkurinn gert eitthvað álíka væri það upphrópað á forsíðu blaðsins.

Lifi tjáningarfrelsið.

Athugasemd eftir Arndís reit 06.02.07 09:50

Og jeminn eini!! Til hamingju með erfingjann tilvonandi (og velkominn í hópinn ;)).

Athugasemd eftir Arndís reit 06.02.07 09:52

Takk takk nú verður maður víst að verða fullorðinn

Athugasemd eftir Bragi reit 07.02.07 13:19

Svarhlutfall hefur lækkað mikið síðustu ár. Þú finnur varla könnun í dag þar sem svarhlutfallið er yfur 70%.

Athugasemd eftir Ásmundur reit 09.02.07 02:46
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003