des. 12, 2006

Tvöföldun eða 2+1

Umræðan um Suðurlandsveginn finnst mér vera af hinu góða og algjörlega nauðsynleg. Útkoman er hins vegar við það að nálgast hið vitlausa. Nú er komið upp úr krafsinu að annaðhvort verður tvöfaldað eða hin lausnin 2+1 verður sett í framkvæmd. Ég persónulega er hlynntur 2+1 aðferðinni ef Vegagerðin passar sig á að bæta við vegöxl til að gefa fólki tækifæri til að stoppa vegna vandræða. Eins og staðan er í dag þá er erfitt að nema staðar á 2+1 hluta vegarins vegna lítillar axlar. Ástæðan fyrir því að ég er hlynntur þessari leið er margþætt.

1.Hún er talin af sérfræðingum vera jafn örugg og tvöföldun.

2.Hún er miklu ódýrari, vegamálastjóri telur að hún sé 70% ódýrari. Þessi verðmunur þýðir að við gætum einnnig lagt 2+1 veg að Hvalfjarðargöngum fyrir sama pening og tvöföldun á Suðurlandsvegi.

3.Hún gefur fólki tækifæri til að taka framúr án áhættu.

4.Hún útilokar framanákeyrslur.

5.Minni sjónmengun, minna jarðrask, minni ljósmengun.

Einu rökin sem hallast að 2+2 vegi eru þau að umferðin sé orðin það mikil að 2+1 vegur nái ekki að flytja hana. Þetta eru rugl rök og hefur oft verið bent á Reykjanesbrautina í þessu samhengi. Slíkur samanburður er rangur. Umferð um Reykjanesbrautina er mun meiri en um Suðurlandsbraut. Alþjóðaflugvöllur og stórir byggðakjarnar sem sækja mikið atvinnu til Höfuðborgarsvæðisins hafa víst eitthvað með það að gera. Fólk er einnig voða hrifið af því að minnast á að í framtíðinni muni bílum fjölga og því muni umferðin aukast. Eru þetta nógu góð rök fyrir því að henda sjö milljörðum aukalega í mögulega þarflausa vegaframkvæmd?

Háttvirtur Bragi reit 06.12.06 11:38
Háttvirtir rituðu:

Alveg hjartanlega sammála þér.

Fólki hættir til að gleyma því að peningarnir vaxa ekki á trjánum. Ef Suðurlandsvegar verður tvöfaldaður að Selfossi, Þjórsá eða Hvolsvelli (eins og hæsta yfirboðið hljóðar upp á) verður ekki hægt að framkvæma jafnmikið annars staðar.

Umferðarslys eru líka allt of tíð á leiðinni norður, t.d. á Kjalarnesi.

Athugasemd eftir Sverrir Guðmundsson reit 06.12.06 15:16

Einkaframkvæmd og vegtollur er málið.

Líkt og þegar Hvalfjarðargöng voru gerð, var fólk ekki nógu framsýnt til að sjá það fyrir að umferð jókst með betri vegi, þ.e. að framboðið skapaði eftirspurn.

Núna er talað um að tvöfalda þurfi Hvalfjarðargöng, en kostnaðurinn við að gera þau tvöföld strax í upphafi hefði verið mun minni en að hefjast handa við allt apparatið aftur eins og staðan horfir nú.

Athugasemd eftir Valli reit 11.12.06 18:14
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003