des. 12, 2006

Olíufélagsforstjórar kærðir

Ég rakst á þessa frétt á Vísi.is í morgun. Fannst um að gera að setja tengil á hana hér á síðunni.

Þarna kemur fram með þeirra eigin orðum hvernig forstjórar olíufélaganna sviku út úr Íslendingum peninga. Ég hef mikið velt fyrir mér aðferðafræðinni sem hefur verið beitt í þessu samráðsmáli. Held hún sé gölluð og ég held að fyrst núna sé verið að fara rétta leið í málinu. Ég tel að sektir séu nauðsynlegar á fyrirtækin. Hins vegar þarf ábyrgð yfirmanna að vera ríkari. Það eru þeir sem fremja verkin og því eðlilegt að þeirra manndómur sé tekinn til skoðunar og t.d. í þessu dæmi kærðir fyrir hlut sinn.

Háttvirtur Bragi reit 16.12.06 10:15
Háttvirtir rituðu:

Það er kjánalegt að banna verðsamráð, fyrirtæki sem verðleggja sig útaf markaði, saman eða í sitthvoru lagi, hljóta alltaf sjálfkrafa refsingu úr hendi annara þáttakenda á markaðnum, bæði kaupenda og annara samkeppnisaðila.

Athugasemd eftir Valli reit 28.12.06 17:39
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003