des. 12, 2006

Kosningar í bráð

Ég hef tekið eftir því að fjölmiðlar telja fjölmiðlalögin vera stóran þátt í stirðleika á milli stjórnarflokkanna. Jafnvel að þetta mál eigi eftir að vera kosningamál í vor. Því fer fjarri. Slagkrafturinn er allur farinn úr fjölmiðlalögunum og þessi klessa sem ohf-un RÚV er komin í hefur dempað áhrifamátt upphrópanna fjölmiðlalaganna. Ég held hreint út sagt að ástæðan fyrir því að við sjáum óeðlilega mikið skrifað og fjallað um fjölmiðlalögin sé sú að þau fjalla um fjölmiðla. Það er eðlilegt að stétt manna hafi áhyggjur af stöðu sinni en þarna er verið að skekkja vægi umfjöllunar um aðra huti.

Kosningamálin verða að mínu mati á allt öðru plani. Ég tel það vera víst að stór hluti fólks muni kjósa með veskjunum í vor. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar mun koma fólki illa og verðbólgubál mun myndast sem hækkar húsnæðislán fjöldans gríðarlega.

Krónan er ákaflega viðkvæm og evran er að taka við sem aðalviðskiptamynt íslenskra fyrirtækja. Straumur Burðarás var að enda við að tilkynna um að þeir ætli að færa bókhald og skila ársreikning í evrum.

Erlend lán eru að verða æ algengari sem fjármögnunarleið húsnæðis og ég persónulega fæ ekki séð að krónan eigi sér langa lífdaga. Upptaka evrunnar og innganga Íslands í ESB verður að vera stórt kosningamál.

Siðferðisleg ábyrgðarmál og inflytjendamál eiga eftir að taka til sín hluta af athyglinni en lífeyrisgreiðslur verða fyrirferðamiklar og mun sérframboð "heldri borgara" hafa talsverð áhrif á þeim vettvangi.

Von draumalandsins um að kosið verði um náttúrunua og skynsama nýtingu er óraunhæf. Áhugi er ekki fyrir því að ég held.

Háttvirtur Bragi reit 19.12.06 13:23
Háttvirtir rituðu:

Eins og venjulega er ég sammála þér í flestu. En varðandi það að Straumur-burðarás farinn að færa bókhald í evrum. Ég veit ekki hversu algengt slíkt er en það hefur verið leyfilegt í nokkur ár og getur verið skynsamlegt hvort sem krónan er veik eða ekki. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að segja neitt.

En þetta fjölmiðlamál er orðið rosalega þreytt... nenni alls ekki að fara að rifja það upp aftur fyrir kosningarnar.

Athugasemd eftir Kristjana reit 21.12.06 00:36
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003