des. 12, 2006

Gleðileg jól, megi ljósið verða þér til mikillar gleði!

Aðfangadagskvöld runnið upp og yfirgefið mannskapinn. Maginn minn er ánægður og sömuleiðis hugurinn. Við Kristjana erum líklegast að upplifa okkar seinustu pakkajól. Á næsta ári býst ég við að flestar gjafir til okkar verði föt og annað dóterí fyrir litla barnið sem Kristjana geymir núna í maganum sínum. Það er undarlegt að lenda í flóði gjafa. Ég var orðinn saddur á gjöfum löngu áður en síðasta gjöfin kom og finnst við vera ofdekruð af vinum okkar og fjölskyldu. Ég kvarta nú samt ekki undan slíku.

Vinur minn Martin gaf mér gjöf núna um jólin. Við gáfum honum í raun ekkert en sonur hans fékk að sjálfsögðu pakka frá okkur. Hann er argentínskur og sagði mér frá jólahefðunum þar í sambandi vð pakkana. Þar tíðkast að sá sem gefi gjöf skrifi á pakkann nafnið á þeim sem pakkann á að fá en ekki hver gaf pakkann. Þetta finnst mér sniðugt. Þarna er bæði verið að sporna gegn metingi og einhverju gjafakapphlaupi.

Ég hef átt góð jól og óska öllum þess sama.

Háttvirtur Bragi reit 25.12.06 02:28
Háttvirtir rituðu:

Gleðileg jól Bragi. Til lukku með afkvæmið, gangi ykkur vel.

Sjáumst í boltanum.

Athugasemd eftir Matti reit 25.12.06 03:22

zzzzzzzzzzz

Athugasemd eftir Tryggvi reit 16.01.07 19:17
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003