nóvember 25, 2006

Fátæktarskattur

Þetta er það sem kallast fátæktarskattur. Smellið hér

Fer mjög mikið í taugarnar á mér þegar álögur á einn hlut eru auknar á kostnað annarra. Áfengisgjaldið er sniðug hugmynd sem er illa framkvæmd. Sérstaklega ef þessi hugmynd á fram að ganga. Til að átta sig á afleiðingu þessarar skattalækkunar og hækkunar áfengisgjalds þá eru afleiðingarnar þær að verð á bjór mun almennt hækka. Nema á einhverjum fínum innfluttum belgískum eða japönskum bjór sem mun ennþá vera of dýr til þess að drekka.

Ódýrari léttvín sem áður kostuðu um þúsund krónur flaskan munu nú hækka, ekki kemur fram í fréttinni hversu mikið, en vín líkt og Dom Perignon og Opus One munu án efa lækka eitthvað. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa drukkið slíkt vín í heimahúsi í langan tíma. Þessi lækkun virðisaukagjalds á áfengi er því ekkert annað en verðhækkun á áfengi ef hún er sett í þetta samhengi.

Bragi reit 10:41 FH | Comments (2)