n&#. 11, 2006

Fátæktarskattur

Þetta er það sem kallast fátæktarskattur. Smellið hér

Fer mjög mikið í taugarnar á mér þegar álögur á einn hlut eru auknar á kostnað annarra. Áfengisgjaldið er sniðug hugmynd sem er illa framkvæmd. Sérstaklega ef þessi hugmynd á fram að ganga. Til að átta sig á afleiðingu þessarar skattalækkunar og hækkunar áfengisgjalds þá eru afleiðingarnar þær að verð á bjór mun almennt hækka. Nema á einhverjum fínum innfluttum belgískum eða japönskum bjór sem mun ennþá vera of dýr til þess að drekka.

Ódýrari léttvín sem áður kostuðu um þúsund krónur flaskan munu nú hækka, ekki kemur fram í fréttinni hversu mikið, en vín líkt og Dom Perignon og Opus One munu án efa lækka eitthvað. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa drukkið slíkt vín í heimahúsi í langan tíma. Þessi lækkun virðisaukagjalds á áfengi er því ekkert annað en verðhækkun á áfengi ef hún er sett í þetta samhengi.

Háttvirtur Bragi reit 25.11.06 10:41
Háttvirtir rituðu:

"Fer mjög mikið í taugarnar á mér þegar álögur á einn hlut eru auknar á kostnað annarra..."

Hahaha, og þú kallar þig jafnaðarmann.

Athugasemd eftir Valli reit 27.11.06 10:06

Þokkalega, enda þarf að lesa þessa setningu í samhengi. Þarna á ég við að álögurnar eru hækkaðar til að fella út áhrif skattalækkunarinnar. Ég er engan veginn með þessu að eyða út þeirri staðreynd að ég lít á mig sem jafnaðarmann. Ég vil hins vegar einfalda skattkerfið og eyða burt vitleysu eins og álögum og gjöldum, hafa einföld skattþrep sem eru gegnsæ og augljós rökstuðningur á bakvið.

Samneysla landsmanna þarf að vera samkmulag um og hún þarf að vera sanngjörn. Það að velta kostnaði ofneyslu á áfengi yfir á aðra með þessum hætti er varhugaverð. Ég hef það nú samt á tilfinningunni að áfengisgjaldið fari í að borga aðra hluti.

Athugasemd eftir Bragi reit 27.11.06 16:33
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003