okt. 10, 2006

Íslendingar Norður-Kórea hvalveiðiþjóða?

-Paul Watson Adolf Hitler Náttúruverndarsinna

Eftirfarandi er frétt af http://mbl.is

Íslendingar Norður-Kórea hvalveiðiþjóða, að sögn Watsons

Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga", í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, að því er segir í Fréttablaðinu í dag.

„Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar," heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu," að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Ég er búinn að sveiflast á milli þess að vera fylgjandi eða andvígur þessum blessuðu hvalveiðum okkar Íslendinga. Eða mætti ég segja þessarra Íslendinga sem hafa gaman að hvalveiðum. Ég verð að játa að ég var andvígur þeim í byrjun, ekki vegna ástar minnar á þessum stórum spendýrum heldur vegna þess að ég taldi Ísland ekki hafa neinn hag af veiðunum. Mögulega gæti þetta haft neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og ekki fæ ég séð að neinn muni hugsanlega græða á veiðunum nema kannski hvalveiðifrömuðurinn Kristján Loftsson.

Núna er ég hins vegar að breytast í blóðþyrstan hvaladrápara og ástæðan er þríþætt. Í fyrsta lagi finnst mér hvalkjöt gott og ég hlakka til að læsa kjálkunum um fyrsta langreiðarbitann og þar með ná mínu árlega takmarki um að borða eina nýja dýrategund. Í ár er ég nú reyndar búinn að borða fimm nýjar en þá getum við bara talið langreyðina með árinu 2007. -Í annan stað eru það menn eins og hryðjuverkamaðurinn Paul Watson og talsmaður Grænfriðunga sem Einar Þorsteinsson talaði við á Rás 2 í gær. Menn og konur sem reyna að hafa áhrif á þjóðfélög með hótunum og aðgerðum til þess að skaða hagsmuni þeirra án þess að vita nokkuð hvað þeir eru að tala um fer afskaplega mikið í taugarnar á mér. Rök talsmanns Grænfriðunga voru á þessa leið:

1.Þar sem ekki er markaður fyrir hvalkjöt eigið þið ekki að veiða hval.
Svar: Þar sem ekki er til hvalkjöt á markaði þá vitum við ekki hvort fólk muni kaupa hvalkjöt nema að setja hvalkjöt á markað.

2.Sumir vísindamenn hafa efasemdir um að hvalastofnarnir í norðurhöfum séu komnir úr útrýmingarhættu.
Svar: Bull.

Samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar myndu árlegar veiðar á allt að 400 hrefnum og 200 langreyðum samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verða hvalveiðar takmarkaðar við 9 langreyðar og 30 hrefnur, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem teknar verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunarinnar, en þá verður því verki lokið sem hófst árið 2003 að safna 200 dýra úrtaki.
heimild

3.Íslendingar hafa meiri markað fyrir hvalaskoðun en veiði.
Svar: Alveg rétt og það fannst mér vera nægjanlega rök alveg þartil slefandi hálfvitar eins og Paul Watson fóru að tjá sig.

Í þriðja lagi þá er það viðbrögð alþjóðasamfélagsins, aðallega enskumælandi þjóða sem virðast vera horfnar svo langt upp í eigið þermi að ekki er hægt að greina rök frá villu. Þau hafa verið öfgafull og einkennst af hótunum, meðal annars þá lét sjávarútvegsráðherra Bretlands hafa þetta eftir sér;

Það sé barnalegt ef ríkisstjórn Íslands haldi að hún geti tekið slíka ákvörðun án þess að það hafi áhrif á tvíhliða samskipti ríkjanna.
heimild


Svo ég endurtaki í lokin:

-Paul Watson Adolf Hitler Náttúruverndarsinna


-Viðbót
Kristjana Ósk gerði smá athugasemd sem ekki náði fram í kerfið og ákvað ég að svara henni:

Áður en nýjar vörur eru settar á markað eru gerðar markaðsrannsóknir. Þetta er víðtekin og almennt samþykkt venja.

Hvað varðar hvalveiðar þá er ALLTOF mikið í húfi til þess að stökkva út í djúpu laugina án þess athuga fyrst markaðinn.

Mér finnst þetta vera algert rugl... við erum nú þegar að veiða slatta af hval fyrir innlendan markað (undir yfirskini vísindaáætlunarinnar). Nú þegar er hægt að fá hval á matseðlum margra veitingahúsa.

Hagsmunir heildarinnar hljóta að vega þyngra en hagsmunir einhverra örfárra eigingjarnra hvalveiðimanna sem vilja skapa sér tekjur á kostnað annarra atvinnugreina í landinu. En flest bendir til þess að sú verði raunin ef veiðar verða hafnar.

Svar mitt:
Þetta mál varðar fleira en markaðina sjálfa. Fyrirtækin eiga að standa í þessum markaðsrannsóknum sjálf en ekki ríkið. Markaðsrannsóknirnar eru því ekki á ábyrgð ríkisins. Það að ríkið leyfi veiðar á tiltekinni dýrategund þarf að grundvallast á fimm þáttum.

1.Er dýrategundin í útrýmingarhættu
2.Er hægt að stjórna veiðum þannig að dýrategundin verði ekki í útrýmingarhættu vegna veiðana.
3.Skaða veiðarnar umhverfið á annan hátt.
4.Er siðferðisvitund þjóðarinnar misboðið
5.Stangast þetta á við alþjóðalög og samninga.

Hvað það varðar að allt of mikið sé í húfi þýðir að við þurfum að takmarka frelsi sumra til að auka frelsi annarra. Ákvörðun ríkisins á ekki að grundvallast á mótmælum hippa frá massatjúsetts. Atvinnugreinar munu alltaf vera í togstreitu og það mun ávallt vera ákveðinn skaði frá einni starfsgrein til annarrar. Stjórnmálamenn eiga heldur ekki að vera í þeirri stöðu að velja á milli starfsgreina eins og hvalaskoðunarmenn eru að heimta. Það væri sannarlega mismunun á starfsgreinum. Hins vegar er spurning um hvort að þessar hvalveiðar stangist á við alþjóðasamninga og lög. Ef svo er ber okkur annaðhvort að segja okkur frá samningunum eða að beita okkur fyrir því ða breyta lögunum. Síðan er það nú þannig að Alþjóðalög hafa í raun ekkert gildi ef ríki ákveða að taka ekki mark á þeim.

Í upphafi skal endinn skoða og öfugt. Við skulum athuga afhverju hvalveiðum var hætt á sínum tíma. Íslenska þjóðin lét undan alþjóðaþrýstingi vegna þeirrar fullvissu manna í vísindasamfélaginu að hvalirnir væru komnir í útrýmingarhættu og þess skaða sem Sjávarhirðirnir og Grænfriðungar höfðu ollið á sölu sjávarafurða. Tekin var sú ákvörðun að ekki skyldi veiða þessi dýr aftur fyrr en stofnarnir væru komnir í sæmilegt horf aftur. Nú hafa hvalveiðiþjóðirnar gömlu krafið Alþjóðahvalveiðiráðið um leyfi til þess að hefja aftur vdeiðar enda stofnarnir löngu komnir í veiðanlegt horf, hér á N-Atlantshafi að minnsta kosti. Ráðinu hefur verið stjórnað af þjóðum sem ekki stunda hvalveiðar og því hefur þetta leyfi ekki fengist. Reyndar eru til þjóðir sem fá undanþágu frá banni ráðsins en þær eru t.d. Grænland og Bandaríkin. Þar fá frumbyggjar að veiða nokkur dýr á ári vegna þess sem kallað er séraðstæður. Til að undirstrika hræsnina sem er innbyggð í þetta efni þá eru Bandaríkin einmitt ein af þeim þjóðum sem mótmælir sem mest nýuppteknum hvalveiðum Íslendinga.

En ég er einmitt mjög sammála þér Kristjana mín. Þetta var vanhugsað mál og mun skaða okkur meira en það mun koma okkur til góða. Hins vegar finnst mér að ákvörðunin eigi ekki að stjórnast af markaðsaðstæðum heldur fyrrgreindum forsendum.

Háttvirtur Bragi reit 20.10.06 10:21
Háttvirtir rituðu:

Markaðurinn mun sjá um þá.
Ef þetta er í alvöru svona óvinsælt að enginn muni kaupa af þeim kjötið, þá fara veiðimennirnir bara á hausinn (finnst það reyndar bara ansi líklegt að svo fari).
Best að vera ekkert að blanda ríkinu eða ríkisstjórninni í þetta, þeim á ekkert að koma við hvað e-r gæjar niðrá kæja gera til að reyna að afla sér peninga.

Athugasemd eftir Valli reit 23.10.06 01:55

Klassík markaðslausn á þessu hefði getað verið að selja veiðleyfin á þessar níu skeppnur en ekki gefa þessum múltí milljóner þau upp í hendurnar sem markaðshugmyndir Sjálfstæðisflokksins ganga út á. Þá hefðu væntalega hvalaskoðunarfyrirtæki og aðrir hvalavinir getað slegið saman fyrir veiðileyfinu og sleppt því að veiða dýrin.

Athugasemd eftir Tryggvi reit 23.10.06 20:01

Mér finnst rökin að þetta skemmi fyrir ferðaþjónustunni dálítið skrýtin.

Ef fyrirtæki A sem stundar fullkomlega löglega atvinnustarfsemi truflar starfsemi fyrirtækis B sem einnig stundar fullkomlega löglega atvinnustarfsemi,
á þá að banna starfsemi A ef það truflar atvinnustarfsemi fyrirtækis B ?

Með þeim rökum væri hægt að banna mér að fara í samkeppnisrekstur við önnur fyrirtæki.

Athugasemd eftir hreinn reit 24.10.06 20:38

Ég er sammála þér að einverju leyti Hreinn, en við þurfum líka að líta á hvort að hvalveiðarnar séu bein eða óbein árás á hvalaskoðunina. Munu hvalveiðimennirnir veiða dýrin nálægt hvalaskoðuninni og munu dýrin fælast við hljóð frá bátum í framtíðinni? Þetta eru þættirnir sem þarf að skoða, ekki aðrir sem hafa óbeinni áhrif.

Athugasemd eftir Bragi reit 24.10.06 21:32

Ég held að það sé alltaf klárt að þeir geri það,
en á að fara út í þessa nálgun ?

Það hlýtur að hafa verið erfiðara fyrir Botninn (sjoppan í Hvalfirðinum) að selja pylsur eftir að göngin komu. Ekki datt neinum í hug að banna fólki að fara í gegnum göngin.

Vil annars taka það fram að ég er enginn sérstakur hvalveiðisinni og væntanelga best að banna þetta áður en útlendingar fara að sniðganga íslenskar vörur.

Annars var hugmyndin hér að ofan að bjóða bara út kvótann langflottust, þó virkar illa til lengri tíma.

Athugasemd eftir Hreinn reit 25.10.06 09:11

Ég heyrði að þessi hugmynd mín hér að ofan um að selja kvótann var í þjóðmálaumræðunni í gær á Ríkisútvarpinu. Ætli ráðamenn þjóðarinnar séu laumu lesendur á bragi.klaki.net?

Athugasemd eftir Tryggvi reit 03.11.06 10:02

Veistu Bragi, ég er þér hjartanlega sammála, hinsvegar finnst mér alltaf vanta eitt í þessa umræðu.

Bretar og Bandaríkjamenn saka okkur um ofbeldi gagnvart náttúrunni vegna þessara veiða. Gott og vel. Við getum þá talið til kvikasilfursmengun undan austurströnd BNA og kjarnorkumengun SB við Sellafield. Við ættum að taka þessar fjandans hnýsur í gíslingu og heimta það að BNA og SB hætti að menga Atlanshaf, og þegar því verður framfylgt skulum við hætta að meiða Keikó.

Athugasemd eftir Kapteinn Maack reit 09.11.06 16:47

Mánuður síðan frá síðustu færslu Bragi, ekki góð frammistaða...

Er ekki kominn tími á að stinga á nýjum samfélagskýlum?

Þegar stórt er spurt...

Athugasemd eftir Tryggvi reit 22.11.06 10:20
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003