september 01, 2006

Eldarinn mikli talar

Haldiði að maður sé ekki bara orðinn matgæðingur. Og það á síðum blaðanna. Hér má smella til þess að skoða skúbbið hennar Sunnu blaðamanns á Fréttablaðinu.

Ég er búinn að vera duglegur við að viða að mér upplýsingum og skrifa smá pistil um landbúnaðarkerfið, niðurgreiðslur tolla og vörugjöld. Reyndar er pistillinn orðinn mun lengri en ég vildi að hann yrði og er ég kominn í tæpar tíu A-4 blaðsíður. Er einhver með hugmynd um hvar ég á að birta þetta?

Bragi reit 10:19 FH | Comments (4)