sep. 09, 2006

Eldarinn mikli talar

Haldiði að maður sé ekki bara orðinn matgæðingur. Og það á síðum blaðanna. Hér má smella til þess að skoða skúbbið hennar Sunnu blaðamanns á Fréttablaðinu.

Ég er búinn að vera duglegur við að viða að mér upplýsingum og skrifa smá pistil um landbúnaðarkerfið, niðurgreiðslur tolla og vörugjöld. Reyndar er pistillinn orðinn mun lengri en ég vildi að hann yrði og er ég kominn í tæpar tíu A-4 blaðsíður. Er einhver með hugmynd um hvar ég á að birta þetta?

Háttvirtur Bragi reit 01.09.06 10:19
Háttvirtir rituðu:

Þú ert besti kokkur í heimi !! Þeir hjá Fréttablaðinu eru ekkert smá heppnir að hafa fengið að taka viðtal við þið. Svo ertu líka sætastur og klárastur. Ok allir nema Bragi mega æla núna...

Athugasemd eftir Kristjana reit 14.09.06 00:12

Væri ekki kjörið að skrá sig í "verkefni í stjórnmálafræði" upp í háskóla? Þú gætir rakað saman þremur einingum í leiðinni fyrir verkefni sem er þegar klárað. Í framhaldinu er möguleiki að sækja um styrk á e-a ráðstefnu á suðrænum slóðum sem "tengdist" málinu. Þá mætti þó kannski spyrja sig hvort þú værir orðinn hluti af vandamálinu sem þú ert að reyna að leysa...

Athugasemd eftir Tryggvi reit 26.09.06 14:42

Þetta er reyndar nokkuð góð hugmynd. Maður ætti kannski að gerast suga á spena kerfisins...

Athugasemd eftir Bragi reit 27.09.06 18:31

Þú færð reyndar bara eina einingu fyrir 10 bls.

Þú getur örugglega fengið styrk hjá Evrópusambandlaginu.

Athugasemd eftir Elías Jón reit 07.10.06 12:51
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003