&#x. 08, 2006

Syfja

Ég er eitthvað syfjaður þessa dagana. Kristjana var að byrja í MS námi í Háskólanum í Reykjavík og þarf að mæta eldsnemma í skólann. Ég þarf að sjálfsögðu að skutla henni og vakna núna klukkutíma fyrr en ég hafði gert í sumar. Þessi vika verður erfið en ég býst við að þetta venjist.

Í öðrum fréttum er ða báðir bílarnir mínir virðast vera eitthvað úrillir þessa dagana. Pústkerfið í Toyotunni er að gefa sig og heyrast háværar drunur frá henni þegar hún er ræst. Tók þá ákvörðun að vera ekki að stússast í henni fyrr en eftir helgi. Svo er einhver bremsuvökvaleki í jeppanum. Það getur nú varla verið alvarlegt... Famous last words...

Háttvirtur Bragi reit 29.08.06 11:20
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003