&#x. 08, 2006

Opið bréf til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ágústu konu hans

Sæl Guðlaugur Þór og Ágústa Johnson. Þið eruð nú meiru hjónin. Ég var nefnilega á Laugardalsvelli núna á þriðjudaginn. Þið vitið, eins og þið. Ég var þarna í miðri röðinni sem þið ákváðuð að labba fram hjá í makindum og þarmeð framhjá svona um það bil 1500 manns og fara fremst í röðina. Auðvitað varstu ekki með þessu að brjóta nein lög en þú sýndir mér, vinum mínum, og um það bil 1500 öðrum helberan dónaskap. Það var mikið talað um það í kringum mig hvort ekki ætti bara að lemja þig. Ekki var það ég og ekki voru það vinir mínir heldur voru það tvær eldri konur sem ofbauð dónaskapurinn að þær bentu okkur á þig og sögðu að ef við værum nú alvöru karlmenn þá myndum við nú taka í þig Guðlaugur. Ég er friðelskandi maður og stunda ekki slíkan skepnuskap og því tók ég nú ekki vel í beiðni þeirra en brosti samt í kampinn og hugsaði með mér, þarna hlutu einhver atkvæði að fara í sorpið hjá Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan fyrir því að mér ofbýður þetta er að sjálfsögðu sú að þú gegnir háu opinberu embætti og átt að vera fyrirmynd og sýna af þér þá hegðun gagnvart samborgurum þínum sem embættinu sæmir. já og alveg rétt, þú líka Ágústa, þar sem þú ert þekkt kona úr þjóðlífinu þá býst maður nú við annarri hegðun en þessari af þér.

Skammist ykkar.

Háttvirtur Bragi reit 17.08.06 13:08
Háttvirtir rituðu:

"Ástæðan fyrir því að mér ofbýður þetta er að sjálfsögðu sú að þú gegnir háu opinberu..."

Hættu þessu væli Bragi! ;-)

Athugasemd eftir Már reit 17.08.06 16:55

Ég gleymdi að benda á að það þetta er velvakandi sem þarna skrifar... :Þ

Athugasemd eftir Bragi reit 17.08.06 18:04

Hellingur af svona pakki þegar maður fer á pöbbarölt, bara sjaldnast frægt þannig að ég kann ekki að nafngreyna það ...

Athugasemd eftir Ásgeir H reit 17.08.06 22:09
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003