&#x. 08, 2006

Útsýnið mitt

Ég er einn af heppnustu skrifstofumönnum Íslands. Þrjá daga í viku sit ég með útsýni sem ansi margir myndu fremja illvirki mikil til að komast yfir. Ég horfi frá Seltjarnarnesinu yfir á Engey og Þerney, Kjalarnesið blasir við mér í hánorðri að ég held og á góðviðrisdögum má greina húsin á Akranesi. Hóll ykkar Reykvíkinga, Esjan er svo aðeins austar og það er talsverð skörun að sjá olíugeymana á Örfirisey hylja hluta af Esjunni fyrir mér. Þá fljúga hér flugvélar yfir höfnina þónokkrum sinnum á dag og innsiglingin inn á höfn er oft þétt riðin af bátum og skipum í margskonar erindagjörðum. Tilkomumesta sjónin þetta sumarið voru sólstafir sem lýstu upp eyjarnar í miklum dumbung í júní. Það gaf manni falska von um sólríkt sumar.

Háttvirtur Bragi reit 25.08.06 15:28
Háttvirtir rituðu:

En hvað með Akrafjallið og Snæfellsjökul? Vonandi engir tankar sem skyggja á það.

Athugasemd eftir Elli reit 25.08.06 20:26
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003