júlí 31, 2006

Ég vil biðja fólk um að lesa þessa grein

Ég verð ekki oft imponeraður af skrifum Vísispenna en ég les alltaf Þorvald Gylfason og Hallgrím Helgason af gömlum vana. Reyndar les ég ávallt hvern einn og einasta penna sem skrifar þar en ég legg mig fram við þessa tvo. Hallgrímur var að enda við að skrifa grein og birta sem er samhljómur þess sem ég er búinn að vera að reyna að orða sjálfur í lengri tíma. Smellið hér til að lesa greinina.

Bragi reit 11:04 FH | Comments (0)

júlí 24, 2006

Vont blogg verra blogg

Það er svo undarlegt að þegar maður heldur að það sé kominn tími á að parkera þessu bloggi og yfirgefa vefheima að nestu leyti þá kemur yfir mig þessi þrá að koma einhverju á blað. Sama hversu ómerkilegt þetta einstaka blogg er þá er það allavegana viðleitni. Ég verð líka að skilja leiða vina minna sem vinna í næturvörslu hér og þar um bæinn og þá sem starfa í skemmtilega tilbreytingarlausum skrifstofustörfum. Þetta fólk lifir á bloggum annarra.

Þannig að ég held ég byrji bara aftur að blogga.

So how about those Israelis?

Bragi reit 06:10 EH | Comments (1)