júní 12, 2006

Skekkja í neysluverðsvísitölunni

Á Vísi er eftirfarandi frétt:

Vísitala neysluverðs æðir upp

Vísitala neysluverðs æðir upp á við og jafngildir hækkun hennar þrjá síðustu mánuði rúmlega sextán prósenta verðbólgu. Verðbólgan á einu ári nemur átta prósentum.

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1,16 prósent frá fyrra mánuði. Því veldur meðal annars að verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um hátt í fjögur prósent, viðhaldsliður eigin húsnæðis hækkaði um rúm sjö prósent og verð á eign húsnæði um tæpt prósent, bæði vegna verðhækkunar og vaxtahækkana. Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði hins vegar um tæplega tvö og hálft prósent.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um átta prósent þannig að hækkunin núna er talsvert yfir meðallagi á millli mánaða. Undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 3,8 prósent sem jafngildir liðlega 16 prósenta verðbólgu á ári.

Nokkuð hefur borið á því að menn segi að það skekki vísitöluna og hækki hana óeðlilega að hafa húsnæðiskostnað inni í henni. En ef hann er tekinn út mælist verðbólgan samt rúm 15 prósent, eða aðeins einu prósentustigi minni en ef húsnæðið er tekið með.

Takið eftir því þegar fréttamaðurinn dregur úr áhrifum húsnæðisverðs á vísitöluna. Þetta er sorpblaðamennska eins og hún gerist verst. Það sem allt viti borið fólk ætti að átta sig á er að undanfarna þrjá mánuði er húsnæði ekki búið að hækka í verði heldur ef eitthvað er hefur það lækkað. Sem gerir það að verkum að áhrif húsnæðisverðs hefur ekki hækkandi áhrif á vísitöluna til þriggja mánaða. Hins vegar ef við lítum á vísitölu neysluverðs til 12 mánaða eins og gert er þegar greiðslur lána eru reiknaðar má sjá allt aðrar tölur. Húsnæðisverð hefur gríðarleg áhrif á þá vísitölu umfram það sem kemur fram í þessari þriggja mánaða tölu. Hér er verið að villa fólki sýn. Þvílík hneysa sem það er að halda verði á eignum, veðsetjanlegum eignum, líkt og bílum og húsnæði inn í vísitölu neysluverðs, sem á að sýna okkur hækkun eða lækkun á kostnaði við neyslu, hún er varin af fréttablaðinu á þennan hátt. Ég vona að einhver sem vinni á Fréttablaðinu lesi þennan pistil og geri skurk í því að einhver sem hefur sæmilegt vit á peningum og hagfræði skrifi héðan í frá greinar og fréttir um hluti tengda fræðunum en ekki einhver sumarpési.

Urg.

Viðbót: Þessi frétt er víst frá NFS komin en ekki Fréttablaðinu. Ég bið blaðamenn Fréttablaðsins afsökunar en gagnrýnin stendur samt óhreyfð. Ég þakka athugasemdina Arnór.

Bragi reit 01:31 EH | Comments (2)

júní 07, 2006

Af hverju er Framsókn að hrynja?

Ef einhverjum finnst það eitthvað undarlegt skal sá hinn sami smella hér.

Kampavín einhver?

Bragi reit 08:38 EH | Comments (1)