ma&. 05, 2006

Sveitastjórnakosningar: ósigur frjálshyggjunnar

Reiðin hlýtur að krauma í þeim fáu frjálshyggjumönnum sem eftir sitja í Sjálfstæðisflokknum í dag. Augljóslega var gefin út tilskipun þess eðlis að þeir áttu að hafa sig til hlés og það sem meira er, þeir voru múlbundnir alla kosningabaráttuna, heyrðist ekki múkk í frjálshyggjumönnum á borð við Sigga Kára eða Gísla Martein! Er Sjálfstæðisflokkurinn að hafna frjálshyggjunni sem hluta af sínu einkenni og þarmeð að hætta á sérframboð frjálshyggjumanna í næstu Alþingiskosningum? Held ekki, rakkaólin er sterkari en svo og styttra í henni en margur heldur til að hægt sé að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum vegna jafnómerkilegra hluta í stjórnmálum og hugsjóna. Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum eru stóru lúserarnir í þessum kosningum. Flokkurinn sem þeir tilheyra boðaði ríkissósíalisma í þessum kosningum. Niðurgreiðslum á barnagæslu og bættrar aðstöðu gamla fólksins, greitt af skattpeningum! Þeir vilja ekki einu sinni að fólk borgi afnotagjald fyrir bílastæðin sem það notar, þetta er sósíalismi gott fólk, sósíalismi.

Ég brosi út í eitt.

Háttvirtur Bragi reit 28.05.06 11:44
Háttvirtir rituðu:

Fjandakornið, ef hópur innan frjálshyggjufélagsins mun ekki bjóða fram sérframboð fyrir næstu þingkosningar, mun það koma mér mjög á óvart.

Pönkararnir og allt anti-establishment fólkið myndi þá loksins hafa einhvern valkost.
Sjáum til hvað verður, sjáum til...

Athugasemd eftir Valli reit 30.05.06 02:41
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003