maí 31, 2006

Bundin til kosninga

Ég er hratt að komast á þá skoðun að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn séu orðin það samstíga blokk á hægri vængnum að flokkarnir gangi bundnir til kosninga. Þetta segir mér það að augljós afleiðing er að vinstri helmingur stjórnmálanna asnist til þess að gera það líka. Vinstri Grænir, Samfylking og Frjálslyndir eiga að ganga bundnir til kosninga og einungis þannig munum við kjósendur í landinu losna við fáræðisstjórn Framsóknarmanna í þessu landi. Þetta er eina leiðin til þess að losna við þessa vondu ríkisstjórn. Enginn málefnaágreiningur getur vegið þyngra en það að losna við þessa ríkisstjórn. Sá málefnaágreiningur sem stendur í dag er hvort eð er leysanlegur með málamiðlunum.

Ég skora á ykkur sem lesið þetta að íhuga málið vandlega og ef þið komist að sömu niðurstöðu og ég, þá birtið þið þann rökstuðning sem þið notuðuð við að átta ykkur á þessu á síðunum ykkar og hvetjið aðra til að gera slíkt hið sama.

Burt með Framsókn, krabbamein íslenskra stjórnmála!

Bragi reit 04:38 EH | Comments (4)

maí 28, 2006

Sveitastjórnakosningar: ósigur frjálshyggjunnar

Reiðin hlýtur að krauma í þeim fáu frjálshyggjumönnum sem eftir sitja í Sjálfstæðisflokknum í dag. Augljóslega var gefin út tilskipun þess eðlis að þeir áttu að hafa sig til hlés og það sem meira er, þeir voru múlbundnir alla kosningabaráttuna, heyrðist ekki múkk í frjálshyggjumönnum á borð við Sigga Kára eða Gísla Martein! Er Sjálfstæðisflokkurinn að hafna frjálshyggjunni sem hluta af sínu einkenni og þarmeð að hætta á sérframboð frjálshyggjumanna í næstu Alþingiskosningum? Held ekki, rakkaólin er sterkari en svo og styttra í henni en margur heldur til að hægt sé að kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum vegna jafnómerkilegra hluta í stjórnmálum og hugsjóna. Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum eru stóru lúserarnir í þessum kosningum. Flokkurinn sem þeir tilheyra boðaði ríkissósíalisma í þessum kosningum. Niðurgreiðslum á barnagæslu og bættrar aðstöðu gamla fólksins, greitt af skattpeningum! Þeir vilja ekki einu sinni að fólk borgi afnotagjald fyrir bílastæðin sem það notar, þetta er sósíalismi gott fólk, sósíalismi.

Ég brosi út í eitt.

Bragi reit 11:44 FH | Comments (1)

maí 23, 2006

Bíllinn minn er til sölu

Toyota Corolla 98 módel. Keyrður sirka 130þús. Er skoðaður til júní '07 og er á nýlegum heilsársdekkjum. Gott eintak.

hvít toyota til sölu.jpg

Hægt að hringja í mig í 891-9514

Bragi reit 04:01 EH | Comments (0)