ma&. 05, 2006

Bundin til kosninga

Ég er hratt að komast á þá skoðun að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn séu orðin það samstíga blokk á hægri vængnum að flokkarnir gangi bundnir til kosninga. Þetta segir mér það að augljós afleiðing er að vinstri helmingur stjórnmálanna asnist til þess að gera það líka. Vinstri Grænir, Samfylking og Frjálslyndir eiga að ganga bundnir til kosninga og einungis þannig munum við kjósendur í landinu losna við fáræðisstjórn Framsóknarmanna í þessu landi. Þetta er eina leiðin til þess að losna við þessa vondu ríkisstjórn. Enginn málefnaágreiningur getur vegið þyngra en það að losna við þessa ríkisstjórn. Sá málefnaágreiningur sem stendur í dag er hvort eð er leysanlegur með málamiðlunum.

Ég skora á ykkur sem lesið þetta að íhuga málið vandlega og ef þið komist að sömu niðurstöðu og ég, þá birtið þið þann rökstuðning sem þið notuðuð við að átta ykkur á þessu á síðunum ykkar og hvetjið aðra til að gera slíkt hið sama.

Burt með Framsókn, krabbamein íslenskra stjórnmála!

Háttvirtur Bragi reit 31.05.06 16:38
Háttvirtir rituðu:

Nákvæmlega!!

Athugasemd eftir Keli reit 31.05.06 17:09

Já það er svo fáránlegt að forsætisráðherra landins komi úr flokki sem er með 6% fylgi í höfuðborginni. Ég skil bara ekki hvernig þetta er hægt.

Athugasemd eftir Björk reit 31.05.06 21:15

heyrði frá fréttamanni á nfs að vilhjálmur og Árni Þór vg hefðu átt samtal á kosninganótt upp á stöð tvö að vilhjálmur hefði spurt Árna um möguleika á samstarfi og hann hafi svarað að hann efaðist um að flokksforysta vg mundi samþyggja það,Samfylking neitar að vinna með þeim,F listaviðræður fóru út um þúfur og hvað er þá eftir? Mín niðurstaða er sú að vinstri öflin leiddu þá saman.

Athugasemd eftir snorri reit 31.05.06 23:58

Sorglegasta er að Samfylking og Sjálfstæðiflokkur væri líklegast farsælasta samstarfið, en Samfylkingarfólk er svo miklir smákóngar að það getur ekki hugsað sér að vinna með Sjálfstæðisflokki.

Hvar er helvítis Alþýðuflokkurinn þegar hans er þörf, kræst !

Athugasemd eftir Valli reit 01.06.06 00:35
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003