mars 19, 2006

Jamm þið sem haldið að þið séuð eitthvað...

Sko mig

Bragi Skaftason --
[noun]:

An immortal

'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com
Bragi reit 11:30 EH | Comments (1)

Eurovision blogg - finnska undrið

Jamm ég er sérstakur áhugamaður um Eurovision. Það er, ég á afmæli á sama tíma og Eurovision er haldið ár hvert og þarf því að halda Eurovision partý ef einhver á að nenna að mæta í afmælið mitt. Áður fyrr hataði ég Eurovision meira en pestina. Þið getið rétt ímyndað ykkur tólf ára strák sem þarf að sætta sig við að bara fimm sex strákar nenna að koma í afmælið hans vegna þess að allir voru svo fokking uppteknir af einhverri vælkyns lagahratskeppni. Hins vegar, þökk sé Norðmönnum í fyrra, Finnum, Pólverju og Austurríkismönnum, sem með frábærum lögum undanfarin ár hafa hækkað standardinn á keppninni og gert það að verkum að ég er alveg fullkomlega sáttur við að hoppa upp í strengjavagninn og held ég partý á hverju ári með pompi og pragt.

Ég bjóst við því að þetta árið myndi ég asnast til þess að halda með Íslendingum þar sem í fyrsta sinn höfum við þor til að senda út eitthvað sem er áheyrilegt og skemmtilegt sjó. En neinei... Finnar þurfa þá að slá sjálfum sér út og senda þetta band LORDI


Váááááááááááááá


Með því að smella hér má svo heyra lagið sem mun vinna Eurovision í mínu hjarta!

MONSTER ROCK!!!

Bragi reit 01:03 EH | Comments (0)

mars 17, 2006

And fuck you too mr. president... fuck you too

Hvar eru íslensku stjórnmálamennirnir sem geta sagt þessi orð? Þeir virðast ekki vera til, að minnsta kosti sitja þeir ekki í ríkisstjórn núna. einhliða ákvörðun Kanalíumanna um brotthvarf hersins er hinn mesti hroki sem ég hef séð stjórnina hérna heima verða fyrir. Persónulega, ef ég stæði í viðræðum um laun á mínum vinnustað og allt í einu, þá tæki vinnuveitandinn upp á því að helminga núverandi launin mín án þess að ég hefði neitt við því að segja þá væri fyrirsögnin hér að ofan fyrirmynd þess sem koma myndi úr kjafti mínum.

Það er hreinlega sorglegt(ætlaði að segja grátbroslegt, bara ekki nógu sterkt.) hversu aumlega Geir H og Halldór koma út úr þessu máli. Geir er vælandi um það hvernig Kanalíumenn geta, án þess að vera með herstöð á Íslandi uppfyllt varnarsamninginn! Ha? Gefur þessi varnarsamningur í dag Íslendingum eitthvað annað en aðild okkar að NATO hefur í för með sér? Held ekki. Við ættum að segja varnarsamningnum upp einhliða þar sem kanalíumenn virða hann jafn mikið og klósettpappír forfeðra sinna. Aðild okkar að NATO veitir okkur vernd gegn ríkjum utan NATO. Ég sé ríkin innan NATO ekki sætta sig við að ráðist sé gegn löndum í þessum heimshluta þannig að við ættum að geta eytt smá fjármunum í þyrlur fyrir flugbjörgunarsveitina í stað þess að eltast við kanalíumenn og í stað þess að koma hér upp einhverri öryggissveit BB, væri það ekki gaman?

Bragi reit 11:21 FH | Comments (1)

mars 05, 2006

Henson - Kumho Rovers/Marshall 1-2

Við mættum frekar fáir og rétt náðum í lið laugardaginn 4. mars. Vorum ellefu til að byrja með en svo kom Snæbjörn og gaf okkur sjéns á að pústa aðeins í keyrslunni frammi. Samsetning liðs af þeim sem mættir voru gáfu okkur ekki marga sjénsa á að spila annað en 4-4-2 og því var stillt upp á þann veginn.

Jón Berg í markinu, Einar og Jói stóri í miðverðinum. Jói er að koma frá Ótta sem virðist vera að liðast í sundur. Fáum við vonandi nokkra menn frá því liði aftur í Henson. Viffi og Gussi bakverðir, Pétur og Daði á miðjunni, Alli og Gunni á köntum og ég og Ívar frammi. Svona byrjuðum við og ég verð að segja að maður var svolítið áhyggjufullur vegna vöntunar á skiptimönnum.

Kumho/Marshall vann A riðil utandeildarinnar í fyrra á meðan við vorum ekki að gera neinar rósir í C riðli. Við lögðum á ráðin að pressa þá ekki of framarlega þar sem það myndi eflaust sprengja okkur og tókum við á móti þeim á miðjum okkar vallarhelmingi. Allt liðið varðist sem einn maður og það var gaman að sjá að menn voru að taka á því af metnaði. Ekkert harkalega, hinsvegar var ekki verið að sleppa hlaupum og fáar sölur litu dagsins ljós, allavegana fyrstu sextíu mínúturnar.

Ég verð að segja það í hreinskilni að við áttum fyrri hálfleikinn skuldlaust. Við spiluðum vel boltinn gekk afskaplega vel á milli manna og við skoruðum eitt mark á meðan þeir áttu varla færi. Markið kom eftir sendingu frá Daða sem var staddur á vinstri kant tíu metrum frá vítateig. Hátt fór boltinn og svo virtist sem að markvörður Kumho/Marshall hafi blindast af sólinni sem var lágt á lofti og hann hélt ekki boltanum sem hefði átt að vera auðvelt að gera og Ívar hljóp með boltann inn í markið, 1-0. Við áttum fleiri færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að fara inn í hálfleikinn með annað mark í plús.

Eftir að skipt var um helminga dró eitthvað af mönnum en samt var verið að gefa allt í þetta. Við áttum nokkur dauðafæri en þau voru ekki nýtt sem skyldi. Kumho skoraði jöfnunarmark þegar korter var eftir af leiknum og allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda 1-1. Kobbi, góður dómari leiksins var ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram þartil Kumho var búið að skora sigurmark og flautaði hann leikinn strax af eftir markið sem kom upp úr hraðri sókn eftir misheppnaða sóknartilburði okkar. Lokatölur 2-1 mér var nú samt nokk sama hvernig þessi leikur fór fyrst við vorum ekki teknir í bakaríið.

Ég verð að hrósa einum manni umfram alla aðra en það var Jói stóri sem var klettur í vörninni og gott er að vita að þær viðbætur sem koma inn í liðið á næstunni eru til þess að bæta liðið en ekki bara til þess að auka breiddina. Allt liðið á hins vegar skilið stórt hrós fyrir baráttu og skynsaman leik. Við vorum beinskeyttir og harðir, gáfum ekki tommu eftir og þessi leikur hefði alveg eins getað unnist hefðu happadísirnar séð ástæðu til þess.

Maður leiksins: Jói Stóri

Bragi reit 01:12 EH | Comments (2)

mars 03, 2006

Ál og síld

Ég er svo aldeilis gáttaður þessa dagana. Ég á ættir mínar að rekja til Vestfjarða og er afskaplega stoltur af þessum tengslum mínum við þann fríða flokk manna og kvenna sem byggja þessa illfæru en jafnframt fallegu firði.

Atvinnuástandið hefur breyst þar talsvert undanfarin ár. Skortur hefur verið á vinnuafli í framleiðslustörf þannig að stór hluti Vestfirðinga er núna fólk sem ekki á rætur sínar að rekja til Íslendinga. Sumum finnst þetta slæm þróun, mér er nokk sama hvaðan fólk er og hvernig það lítur út.

Stóra vandamálið á Vestfjörðum er því ekki að það vanti störf handa fólki heldur frekar að það vanti störf sem gefa meira í aðra hönd og krefjist meira af þeim sem þau stundi. Metnaðarfullir einstaklingar eru nú að ýta á að háskólanám verði hægt að stunda fyrir vestan og er það vel. Slíkt mun án efa hafa ruðningsáhrif í för með sér og vel menntað fólk mun skapa tækifæri handa sjálfu sér. Ég hef engar áhyggjur af vestfirðingum, þá dreymir enga stóriðjudrauma, þetta er fólk sem er duglegt og úrræðagott sem er sinnar eigin gæfu smiðir.

Það sem ég þekki af Íslandi, og það er nú býsna mikið þar sem ég hef búið hér alla ævi, er ansi margt. Eitt þessarra vitneskjubrota sem ég taldi mig búa yfir er sú fullvissa um að þetta sé frekar einsleit þjóð. Heyrnarmunur er á mállýskum á milli landsfjórðunga og aðeins ætlað innfæddum að greina mun. Skapið er mikið en milt á milli. Menn eru mældir af vinnu og geði, frekar en auði og útliti, þó vissulega sé þetta að breytast á seinni árum. Og áður en álæðið rann á Austfirðinga og nú Norðlendinga hélt ég að Við Vestfirðingar ættum sjálfsbjargarviðleitnina þeim sameiginlega.

Mér virðist hafa skjátlast. Nú er uppi typpið á norðlendingum bæði körlum og konum. Alver stefnir í höfn á Bakka og Húsvíkingar skreytast álhúfum og álbindum. Í góðæri nútímans þegar atvinnuleysi á öllu landinu nær varla tveimur prósentum fagnar þetta fólk tilkomu nýrrar fátæktargildru. Álver, þrátt fyrir góðan aðbúnað í Hafnarfirðinum skapar starfsmönnum sínum ekki mikil auðæfi. Slíkt er misskilningur og tel ég mig ekki þurfa að skýra slíkt út fyrir Húsvíkingum.

Atvinnuástandið mun ekkert batna á Húsavík. Afram mun verða skortur á hálaunavinnu og háskólamenntað vinnuafl mun haldast í borginni. Lítið mun breytast á Húsavík fyrir utan verbúðir sem óhjákvæmilega munu rísa til að hýsa erlenda vinnuaflið sem mun vinna flest störfin í verksmiðjunni. Líkt og Alcoa hefur sýnt Austfirðingum munu ekki einu sinni yfirmenn verksmiðjunnar vera með aðsetur á Húsavík heldur hefur Alcoa sett upp aðalskrifstofur á Suðurlandsbrautinni. Hverju voru Húsvíkingar þá að fagna?

Ég tel mig hafa svarið. Er það möguleiki að Húsvíkingar séu orðnir svo leiðir á hvorum öðrum að minnsti möguleiki á því að sjá nýtt fólk í bænum sé ástæða til mikilla hátíðahalda. Ég vona svo sannarlega að sú sé ástæðan. Sú er virði einhvers, lítils verð eru efnahagsrök og atvinnuleysi. Slíkt er rakalaus þvættingur og ég vona að allir Íslendingar með hálfa hugsun hjálpist að í næstu kosningum við að losa okkur við þetta efnahagslega krabbamein sem Framsóknarflokkurinn er. Skerum það í burtu.

Sjálfstæðisflokkurinn er jafnsekur í þessum glæp gegn framtíðinni, sjallarnir leyfa manni sem býr að fylgi sem mælist sí og æ undir tíu prósentum að vera forsætisráðherra heillar þjóðar. Það kaus hann sko enginn til þess að vera forsætisráðherra.

Ég nenni engan veginn að telja upp hinar ótal mörgu ástæður fyrir því afhverju þetta álver er vond hugmynd. Stundum er grænn bíll bara grænn bíll. Appelsína er bara appelsína og enn eitt álverið er bara ný síld.

P.S. Í guðanna bænum ekki væna mig um sleggjudóma og aðra slíka vitleysu gagnvart íbúum heilla landshluta. Þeir sem þetta lesa vita fullvel gagnvart hverjum þessi grein beinist og taki þeir til sín sem eiga. Vissulega á þetta ekki við um kjördæmin heil en stórir hlutar virðast hafa eignast áldrauminn og gert hann að sínum.

Bragi reit 10:57 FH | Comments (0)

mars 02, 2006

Henson - Möllett 2-1

Æfingaleikur fór fram í Fífunni í gærkvöldi þar sem Möllett og Henson tókust á í mikilli glímu. Uppstilling Henson var afbrigði af 4-5-1 með fjóra framliggjandi miðjumenn og einn djúpan. Kjartan byrjaði á topp, Gunni á hægri, Pétur Daði og Aggi á miðri miðju og Alli á vinstri kant. Vörnin var skipuð Axel og Einari í miðverðinum og bakverðir voru Viffi og Oddur, ef ég man rétt. Jón stóð í markinu eins og ávallt. Bekkinn skipaði ég, Gestur, Ívar, Gussi, Jonni, Sexan, Snæbjörn og Kalli.

Við byrjuðum nokkuð öflugir og tókum strax öll völd á miðjunni. Þetta var samt mjög tímabundið og sterkir einstaklingar innan Möllett áttu stundum góðar rispur í gegnum miðjuna en stoppuðu þá alltaf á góðri vörn. Axel átti góðan leik og Gussi var duglegur að hreinsa frá eftir að hann kom inná. Fyrsta mark leiksins kom eftir að miðjan náði boltanum af Möllett, Aggi náði að senda á Alla sem var frír og ansi ofarlega. Hann náði að leggja boltann fyrir sig og skaut innanfótar framhjá markmanninum í netið. Góð klárun og uppálagning.(hljómar klámfengið)

Ég skipti mér inná stuttu eftir markið í staðinn fyrir Gunna og spilaði hægri kant. Skömmu eftir að ég fór inná þá fékk ég langa sendingu sem ég þurfti að berjast fyrir. Lenti í smá kapphlaupi við bakvörð Möllett og vann það, gaf boltann fyrir en hann lenti í varnarmanni Möllett þannig að knötturinn flaug í áttina að svæði sem var á milli mín og varnarmanns hægra megin við vítateigshornið. ég stökk uppí boltann ásamt manninum og vinn boltann en hann lendir á jörðinni og nær aðeins að tækla hann með þeim afleiðingum að hann leggur hann í raun bara upp fyrir mig, ég spotta Alla í teignum og gef fyrir og Alli átti aðra gullsnertingu og skallaði í netið. 2-0.

Eftir þetta seinna mark litum við út fyrir að vera saddir, Pétur og Gussi voru í hálfgerðu stríði við einn leikmann Möllett en án alvarlegra afleiðinga. Möllett menn urðu sterkari eftir því sem á leið leikinn og eftir mistök í vörninni þá náði einn þeirra að skora glæsilegt mark á fimmtán metra færi með föstu skoti upp í markhornið. Óverjandi fyrir Jón Berg sem átti annars stjörnuleik. Einhvert skilningsleysi var á mönnum um staðsetningar og þvíumlíkt, bakverðir og kantmenn þurfa t.d. að tengja betur saman bæði í vörn og sókn. eins er nauðsynlegt fyrir liðið að vera meðvitað um það að draga sig framar á völlinn yfirleitt. Ekki er gott að vera með liðið of aftarlega, það sýndi sig verulega á seinasta korterinu í leiknum, við urðum fyrir óþarfa pressu sem hefði mátt leysa með skynsamlegum leik og meiri pressu af okkar hálfu. Annars þá er lítið um leikinn að segja annað en að við komum ágætlega undan vetri, nokkrir ryðgaðir en annars þá má hlakka til næsta leiks á Framvellinum á laugardaginn klukkan hálfsex. Ég þakka Möllett kærlega fyrir góðan leik og prúðan og vona að þeir taki ekki stinnt upp þessa einhliða lýsingu af leiknum.

Maður leiksins: Alli (Átti tvö mörk og tvö önnur færi sem hann hefði átt að klára, var stöðug ógnun og barðist vel þegar þurfti á því að halda.) ...Einnig átti Snæbjörn góða innkomu og var duglegur við að skapa hættu.

Bragi reit 12:33 EH | Comments (1)