mar. 03, 2006

Henson - Möllett 2-1

Æfingaleikur fór fram í Fífunni í gærkvöldi þar sem Möllett og Henson tókust á í mikilli glímu. Uppstilling Henson var afbrigði af 4-5-1 með fjóra framliggjandi miðjumenn og einn djúpan. Kjartan byrjaði á topp, Gunni á hægri, Pétur Daði og Aggi á miðri miðju og Alli á vinstri kant. Vörnin var skipuð Axel og Einari í miðverðinum og bakverðir voru Viffi og Oddur, ef ég man rétt. Jón stóð í markinu eins og ávallt. Bekkinn skipaði ég, Gestur, Ívar, Gussi, Jonni, Sexan, Snæbjörn og Kalli.

Við byrjuðum nokkuð öflugir og tókum strax öll völd á miðjunni. Þetta var samt mjög tímabundið og sterkir einstaklingar innan Möllett áttu stundum góðar rispur í gegnum miðjuna en stoppuðu þá alltaf á góðri vörn. Axel átti góðan leik og Gussi var duglegur að hreinsa frá eftir að hann kom inná. Fyrsta mark leiksins kom eftir að miðjan náði boltanum af Möllett, Aggi náði að senda á Alla sem var frír og ansi ofarlega. Hann náði að leggja boltann fyrir sig og skaut innanfótar framhjá markmanninum í netið. Góð klárun og uppálagning.(hljómar klámfengið)

Ég skipti mér inná stuttu eftir markið í staðinn fyrir Gunna og spilaði hægri kant. Skömmu eftir að ég fór inná þá fékk ég langa sendingu sem ég þurfti að berjast fyrir. Lenti í smá kapphlaupi við bakvörð Möllett og vann það, gaf boltann fyrir en hann lenti í varnarmanni Möllett þannig að knötturinn flaug í áttina að svæði sem var á milli mín og varnarmanns hægra megin við vítateigshornið. ég stökk uppí boltann ásamt manninum og vinn boltann en hann lendir á jörðinni og nær aðeins að tækla hann með þeim afleiðingum að hann leggur hann í raun bara upp fyrir mig, ég spotta Alla í teignum og gef fyrir og Alli átti aðra gullsnertingu og skallaði í netið. 2-0.

Eftir þetta seinna mark litum við út fyrir að vera saddir, Pétur og Gussi voru í hálfgerðu stríði við einn leikmann Möllett en án alvarlegra afleiðinga. Möllett menn urðu sterkari eftir því sem á leið leikinn og eftir mistök í vörninni þá náði einn þeirra að skora glæsilegt mark á fimmtán metra færi með föstu skoti upp í markhornið. Óverjandi fyrir Jón Berg sem átti annars stjörnuleik. Einhvert skilningsleysi var á mönnum um staðsetningar og þvíumlíkt, bakverðir og kantmenn þurfa t.d. að tengja betur saman bæði í vörn og sókn. eins er nauðsynlegt fyrir liðið að vera meðvitað um það að draga sig framar á völlinn yfirleitt. Ekki er gott að vera með liðið of aftarlega, það sýndi sig verulega á seinasta korterinu í leiknum, við urðum fyrir óþarfa pressu sem hefði mátt leysa með skynsamlegum leik og meiri pressu af okkar hálfu. Annars þá er lítið um leikinn að segja annað en að við komum ágætlega undan vetri, nokkrir ryðgaðir en annars þá má hlakka til næsta leiks á Framvellinum á laugardaginn klukkan hálfsex. Ég þakka Möllett kærlega fyrir góðan leik og prúðan og vona að þeir taki ekki stinnt upp þessa einhliða lýsingu af leiknum.

Maður leiksins: Alli (Átti tvö mörk og tvö önnur færi sem hann hefði átt að klára, var stöðug ógnun og barðist vel þegar þurfti á því að halda.) ...Einnig átti Snæbjörn góða innkomu og var duglegur við að skapa hættu.

Háttvirtur Bragi reit 02.03.06 12:33
Háttvirtir rituðu:

Góð skýrsla, gaman að lesa þetta.

Athugasemd eftir Matti reit 02.03.06 16:22
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003